Fallegur staður fyrir víðsýnan mann

Leitt að heyra af fráfalli þessa öfluga stjórnmálamanns Vestfirðinga og votta ég fjölskyldu hans og hans nánustu fulla samúð.

Nú fækkar þeim óðum á þingi sem þora að segja skoðanir sínar umbúðalaust en fyrst að svona fór, þá er óhætt að segja að ekki sé hægt að velja sér fallegri né betri stað á Vestfjörðum til að kveðja þetta líf.

Ég fór að leita af upplýsingum um svæðið sem um ræðir og hvar Kaldbakur er og eins og oft vill vera, þá er fjallið Kaldbakur á tveimur stöðum á Vestfjörðum og bær í næsta nágrenni sem heitir Kirkjuból við bæði fjöllin!

En hæsta fjall Vestfjarða er Kaldbakur (998m) og er leiðin um 10 km og göngutími 5-6 tímar frá bænum.

Gengið er með vegslóða frá bænum inn Kirkjubólsdalinn með tignarleg fjöll eins og hornin fjögur á vinstri hönd, Hádegishorn, Breiðhorn, Göngudalshorn og Grjótskálarhorn. Þegar komið er framarlega í dalinn er best að fara af veginum og sveigja til hægri uppí Kvennaskarðið. Þaðan má fylgja fjallshryggnum yfir í Meðaldalsskarðið. Úr skarðinu er haldið upp og ógreinilegum stíg fylgt upp á topp Kaldbaks.

Á toppi Kaldbaks er tveggja metra há varða sem gefur ferðalöngum tækifæri á að ná þúsund metra hæð. Í vörðunni er líka gestabók.

Svæðið er stundum kallað Vestfirsku alparnir.

Arnarfjörður og Kaldbakur að vetri til

Hæsta fjall Vestfjarða er Kaldbakur (998m) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af svæði og gönguleið

Kort af svæði og gönguleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af svæði og gönguleið

Kort af svæði og gönguleið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband