Húsafell - loftmyndir

Óhætt er að segja að fyrsti alvöru ferðamannabóndinn á íslandi sé Kristleifur Þorsteinsson í Húsafelli. Þau hjónin Kristleifur Þorsteinsson og Sigrún Bergþórsdóttir hófu búskap 1958 og voru með þeim fyrstu sem tóku að bjóða upp á svonefnda bændagistingu. Fljótlega réðust þau í að byggja sumarhús til útleigu. Nú hefur Bergþór Kristleifsson sonur þeirra hjóna tekið við rekstrinum.

Hér má sjá flugbraut sem margir hafa nýtt sér.

Húsafell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á myndinni má einnig sjá nýlega rafstöð. En ferðabóndinn hefur verið framsýnn á að byggja upp alla þessa aðstöðu í gegnum árin af mikilli útsjónasemi.

Í Húsafelli og næsta nágrenni má finna fjölbreytta afþreyingu eins og sundlaug, gólfvöll, jöklaferðir, hellaskoðun ...

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tjaldstæðið í Húsafelli yfirfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlendur Pálsson

Það líka er þessi fína aðstaða í Fljótstungu sem er í næsta nágrenni ef menn eru ákveðnir í að vera í Borgafirðinum

Erlendur Pálsson, 13.7.2007 kl. 10:55

2 identicon

Það er mikilvægt að benda á það, án þess að á nokkurn sé hallað, að hjónin Sigríður Snorradóttir og Þorsteinn Sigurðsson, sem reka þjónustumiðstöð, veitingastað, svefnaðstöðu og tjaldsvæði á Húsafelli og hafa gert síðan uppúr aldamótum, minnir mig, hafa gjörbreytt öllu á svæðinu. Í þeirra tíð hefur aðstaða breyst til hins betra, enda held ég að þau starfi þarna af mikilli hugsjón.

Steinar Kaldal (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 13:25

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég þakka fyrir nýjustu upplýsingarnar. Orðið "aldamótin" fékk mann aðeins til að hugsa :) Þá er að sjálfsögðu verið að meina þau síðustu. Ég átti þarna leið hjá fyrir 2 dögum og sá þá að það var mikið líf á svæðinu. Í góða veðrinu var stór barnaskari að hoppa stórri uppblásinni blöðru. En fisflugmenn voru þarna líka á ferð en hugmynd þeirra var að fljúga hringinn um Langjökul. Ég sá að Svenni Ásgeirs frá Akureyri hafði lent á annars þessum fína gólfvelli á mótordrekanum sínum enda góðir til slíks brúks. En sameiginleg flug fisflugmanna síðast þegar ég vissi var í áttina til Kerlingarfjallar, Þórsmerkur, Vík í Mýrdals og svo á flugsamkomu sem er verið að halda á Hellu þessa daganna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.7.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband