FLOTT - fullt af peningum til vegamála :)

Ég var á ferð um landið fyrir viku síðan og þá var ekki akandi um vegi eins og veginn fyrir austan Dettifoss og svo vegurinn frá Nesjavöllum niður með Soginu. Hélt á tímabili að rúðurnar myndu hristast úr bílnum!

Árið 1996 var vegurinn um Barðaströndina í sérlega slæmu ásigkomulagi og minnir mig að Ólafur Ragnar Grímsson, hafi þá átt þar leið um í opinberum erindagjörðum.

Honum varð á að kvarta yfir ástandi vegarins og þá varð allt vitlaust og málið stórpólitískt. Ekki mátti láta forseta vorn hristast um í lúxuskerrunni sinni aftur svo að vegurinn var lagaður "med det samme" og hef ég æ síðan kallað þennan veg "ÓlafurRagnarGrímsson" vegur.

Spurning um að fá forsetann til að skreppa í aðra svona ferð um fyrrnefnda vegi og sjá hvort að vegagerðin taki sig nú aðeins á með þessa vegi áður en allur þessi ferðamannastraumur brestur á :)

Kjartan

p.s. á meðan hægt var að aka Kjöl á um 60-70 km/klst fyrir 3-4 dögum síðan, þá þurfti að aka fyrrnefnda vegi á 10-20 km/klst!


mbl.is Búist við miklum önnum í ferðaþjónustu næstu vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband