Gæsavatnaleið er mitt uppáhald

Það vil svo til að ég er búinn að fara Gæsavatnaleið 7 eða 8 sinnum og er leiðin ein af mínum uppáhaldsleiðum.

Ef að sandurinn er þurr sem að maður getur fastlega reiknað með á þessari leið, þá er nánast ómögulegt að hjóla þennan kafla.

Hér þarf hjólreiðakappi að teyma hjólið sitt í gegnum gljúpan sandinn

Hjólreiðamaður á ferð um hálendið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á næstu mynd má sjá þann sem þetta ritar úti í Dyngjuvatni að tak 360° ljósmynd. Vatnið er rétt suðaustan við Drekagil

Dyngjuvatn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hjólandi slökkviliðsmenn tóku þátt í minningarathöfn í Öskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Þór Björgvinsson

Er þetta einhver sérstakur búnaður sem þú notar við að taka 360° myndir?

Guðni Þór Björgvinsson, 11.7.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eru ýmsar leiðir til að taka 360° myndir. Sú sem að þú sérð á myndinni er líklega ein sú dýrasta, en hún gefur líklega ein bestu gæðin sem hægt er að fá. Þarna er ég að taka hringmynd á vél sem snýst í hring og um leið er myndinni varpað í gegnum granna rauf á 6 cm háa pró filmu. Það eru tveir tölvustýrðir mótorar í vélinni, annar sér um að snúa linsunni og hinn að færa filmuna framhjá raufinni.

Ég get sagt vélinni að taka mynd frá 0° yfir í t.d. 178°:) Einnig get ég valið um mismunandi linsur og "tiltað" vélinni upp og niður og er að fá ýmsa möguleika sem aðrar venjulegar myndavélar ráða illa við.

Þessi vél hefur verið notuð til að taka hringmyndir fyrir auglýsingar sem hafa verið algjörlega tölvuunnar eins og hjá Sagafilm og fl. Þjóðleikhúsið hefur líka notað eitthvað af myndum úr þessari vél en auðvelt er að útbúa bakgrunna fyrir leiksvið.

Kaup á svona myndavél er eitthvað sem hefur ekki með nokkru móti borgað sig og því mæli ég með ódýrari aðferðum eins og að taka myndir á stafræna myndavél á þrífæti. Síðan eru myndir settar saman í þar til gerðum forritum.

Einnig eru til myndavélar sem taka myndir með hjálp kúluspegils en þær myndir ná aldrei alvöru upplausn.

Þú getur skoðað myndir af búnaði sem að ég er líka með hér:

http://www.photo.is/06/04/1/pages/kps04060004.html

Svo hef ég líka útbúið festingu fyrir þessa sömu myndavél sem að ég hef flogið með framan á mótordreka og er þá hægt að ná flottum yfirlitsmyndum úr lofti:

http://www.photo.is/skoli/fly/pages/DSCF1668.html

Árið 1996 þá þróaði ég tækni til að setja saman myndir með áður óþekktum aðferðum og skilaði það sér í stóru og miklu verki sem heitir Íslandsbókin og gaf ég þá bók út fyrir jól sama ár.

Á þeim tíma var að koma fram á sjónarsviðið ný tækni sem í dag nefnist QT VR tækni sem Apple var að þróa og þá var aðallega verið að vinna í myndum í vefupplausn og fjárfesti ég þá sama ár í snúningsbúnaðinum sem að þú sérð á fyrri linknum. En myndirnar sem að ég var að vinna þá, voru í prentgæðum og margfalt stærri og gerði kröfu á öflugasta tölvubúnað á þeim tíma.

Þá tók ég myndirnar í hring á þrífæti en náði svo að þróa þá tækni enn frekar til að setja saman myndir sem voru teknar úr lofti líka - en það er mun flóknara ferli.

Með kveðju og takk fyrir áhugann,

Kjartan

p.s. ég get haldið langa tölu um þetta efni en læt þetta duga í bili :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.7.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband