Myndir - Tröllaskagi

Hér eru myndir teknar á flugi af fjallahringnum yfir Eyjafirði. Þar má sjá Hlíðarfjall rétt fyrir ofan Akureyrarbæ.

Hringmyndir úr flugi yfir Eyjarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þau eru annars ófá fjöllin á Tröllaskaganum sem eru ekki beint árennileg til uppgöngu. Í þessu flugi er flogið inn Svarfaðardalinn og yfir að Hólum í Hjaltadal. Þar má sjá gamla fjallaleið sem mikið var notuð fyrr á tímum.

Fjallaskál (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í svona fjallaskálum sem eru venjulega norðan megin í fjöllunum, getur myndast hvilftar- eða skálarjökull sem er smájökull oft nálægt snælínu í fjöllum. Sumir þessara jökla geta verið urðar- eða grjótjöklar sem eru þá jöklar samblandaðir af ís og grjóti og myndast líklega við berghlaup og annað grjóthrun.

Nokkrir skálajöklar eru á skaganum og þeirra stærstur er Tungnahryggjajökull.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 24 tindar sigraðir á 24 tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband