300 rúmmetrar á sekúndu!

Ég var að keyra meðfram Jökulsá á Dal síðasta föstudag og vakti það undrun mína að sjá fallega bergvatnsá renna um Jökuldalinn.

Þrátt fyrir mikla þurrka undanfarið, þá virtist vera töluvert rennsli í ánni. Þegar bakkarnir voru skoðaðir betur, þá mátti sjá hvað áin hefur náð hátt upp á bakkana þegar jökulsáin rann þar um áður. Nú blasti við flott gljúfur og sorfin botn árinnar sem menn hafa ekki átt kost á að sjá áður.

Nú er verið að hleypa um 300 rúmmetrar á sekúndu í ánna og grunar mig að þar sé verið að bæta meiru í ánna en venjulegt meðalrennsli fyrri ára hefur verið. Ætla má að þarna sé komið vatnsmesta fljót landsins á meðan á þessu stendur.

Hér má svo sjá ofan í tómt Hafrahvammagljúfur vikuna þar á undan.

Hafrahvammagljúfur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars eru líklega vatnsmestu fljótin í dag Ölfusá (Hvítá + Sogið) og svo Þjórsá

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Það er víst vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig fyrir þá sem huga að því að fara í skoðunarferð um gljúfrið að neðanverðu :|
mbl.is Hægt hefur verið á fyllingu Hálslóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í gömlu bláu landafræðibókinni, sem ég las í 4. eða 5. bekk einhvern tíma á síðustu öld, stóð að Ölfusá væri vatnsmesta á (fljót) landsins og Jökulsá á Fjöllum þar á eftir. Þjórsá hins vegar lengsta áin og Jökulsá á Fjöllum í 2. sæti þar líka. En öfugt við Jökulsá á Fjöllum stjórnast rennsli í Þjórsá og Jökulsá á Dal ekki lengur af duttlungum veðurguðanna heldur duttlungum mannanna.

Stefán (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ölfusá er vatnsmesta á Íslands með meðalrennsli upp á 423 m³/sek. En nafnið fær áin eftir að Hvítá sameinast Soginu rétt fyrir ofan Selfoss.

Ef maður les skiltið við Urriðafoss í Þjórsá sem sjá má hér:

http://www.photo.is/skoli/ferd05/pages/kps10050034.html

Þar stendur að Urriðafoss sé vatnsmesti foss landsins með rennsli um 360 rúmmetrar á sekúntu!

Samkvæmt því, þá hlýtur Þjórsá að vera í öðru sæti.

Jökulsá á Fjöllum er víst mun neðar á listanum.

En á sínum tíma, þá náði ég í þessar tölur hér:

Ölfusá við Selfoss um 423 m3/sek

Þjórsá við Urriðafoss um 370 m3/sek

Kúðafljót við Kúðafoss um 250 m3/sek

Jökulsá á Dal við Héraðsflóa um 205 m3/sek

Jökulsá á Fjöllum við Axarfjörð um 183 m3/sek

Tungná við Sultartanga um 175 m3/sek

Lagarfljót við Héraðsflóa um 130 m3/sek

Skaftá við Skaftárdal um 110 m3/sek

En Ölfusá hefur mælst með rennsli sem er allt að 1.300 m3/sek!

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.7.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband