Spurning hvað á að gera?

Reikna má með að það fari eitthvað um 400-500 þúsund ferðamenn Gullna hringinn árlega. Það er því með ólíkindum að það skuli ekki verða meira um slys á svæðinu við Gullfoss og Geysi.

Það eru margir sem rísa upp á afturlappirnar þegar svona gerist og vilja að núna verði eitthvað gert í málinu.

Það eru margar leiðir til að taka á svona máli.

Ein væri að setja upp fullt af skiltum, aðvörunum, köðlum, trépalla, ráða starfsfólk og setja upp ýmsan neyðarbúnað.

Önnur er sú að gera sem minnst því að oft eru hætturnar svo "augljósar" að fólk passar sig alveg sérstaklega vel við aðstæður eins og ríkja við Geysi. Enda er það stór hluti af upplifuninni að koma inn á svona svæði sem er allt eins og einn suðupottur.

Hvað ætli það labbi margir fram hjá óvörðum Blesa og í raun þarf ekki mikið útaf að bera að einhver detti þarna ofaní.

Blesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Brenndist þegar Strokkur gaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég held að kaðlar breyti engu, ég hef orðið vitni að því að erlendir túristar færu yfir kaðlana á hverasvæðinu í Mývatnssveit til að komast nær, það þarf eitthvað róttækara.

Huld S. Ringsted, 25.6.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Held að stundum sé minna meira með því að setja upp kaðla og gera palla þá minnkar maður ábyrðartilfinningu fólks og jafnvel skapar sér ábyrð skilti sem bendir á hætturnar og biður fólk að gæta varúðar á að vera nóg.  Ekki má gleyma því að pallar og girðingar breyta svæðinu og gera það ekki eins heillandi.

Einar Þór Strand, 25.6.2007 kl. 10:52

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það er ekki einu sinni kynnt símanúmer á svæðinu fyrir fólk til að hringja í ef eitthvað svona gerist. Fólk verður að reiða sig algjörlega á sig sjálft eða miskunnsama - og vísa - ferðalanga.

Berglind Steinsdóttir, 25.6.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband