15.6.2007 | 09:59
Í hvað fara svo peningarnir?
Nú streyma peningarnir inn sem aldrei fyrr.
Ríkiskassinn tútnar út og þingmenn keppast hver um annan við að eyða því sem inn kemur með sem skjótustum hætti.
Ekki mun af veita, enda fara útgjöld ríkisins sívaxandi vegna hækkandi launa þingmanna. Eftirlaunin verða ríflegri með hverjum deginum sem líður og eitthvað kosta svo allar þessar þotuferðir sem þingmenn flykkjast í þessa daganna undir því yfirskyni að þeir séu að fara í "bráðnauðsynlegar" ferðir á vegum stjórnvalda.
Að sjálfsögðu er ferðast á SAGA-Class og gist á fínum hótelum með tilheyrandi lúxus.
Þegar heim er komið, þá bíður væn summa inni á reikningnum í formi dagpeninga ásamt ríflegum launum sem greidd eru samviskusamlega af ríkissjóði - eins og allan annan kostnað sem af vafstri þessara ráðamanna hlýst.
Þó svo að þeir fái ríflegar dagpeningagreiðslur samkvæmt "lögum" þá er allur kostnaður "líka" greiddur þó svo að umræddum dagpeningum sé ætlað að dekka slíkan kostnað að stórum hluta.
Nú er hver þingmaður komin með her af aðstoðarmönnum og fjöldi ráðuneyta orðin þvílíkur.
Nauðsynlegt er hverjum ráðherra að hafa stóran kór af undirmönnum sér til aðstoðar og því fleiri "já" menn því betra. Enda fljótir að missa tengslin við þá aðila sem þeir eru í rauninni að starfa fyrir.
Verst er þó hvað er orðið hátt hlutfalla af þingmönnum sem eru lögmenn, hagfræðingar eða stjórnmálafræðingar.
Þessi menntun er að verða nokkuð örugg leið til að komast í klúbbinn. En líklega er hátt hlutfall lögmanna í ónefndum stjórnmálaflokki - enda nauðsynlegt til að tryggja ákveðin starfskilyrði.
Var ekki annars einn nýkjörinn að selja jeppann "sinn" fyrir nokkrum dögum? En bílinn hafði hann fengið úthlutað frá Ríkissjóði starfsins vegna. Hagnaðurinn varð víst svo mikill af sölunni að hann var að spá í að fjárfesta í veglegu sumarhúsi í staðinn.
Allt samkvæmt lögum - sem þeir sjálfir setja!
Kjartan
Afkoma ríkissjóðs batnar á milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.