Þórsmörk - Paradís á jörðu!

Þórsmörk er alveg hreint ótrúlegt svæði að ferðast um

Hér kemur gönguhópur eftir erfiða ferð yfir Fimmvörðuháls niður í Þórsmörk.

Fallegir fossar sem koma frá skriðjöklinum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fimmvörðuháls er án efa ein af fallegri gönguleiðum landsins. Leiðin liggur frá Skógum þar sem gengi er upp með Skógarfossi. Leiðin liggur á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. Vegalengdin er um 22 km, áætlaður göngutími um 9-12 klst., lóðrétt hækkun/lækkun um 1000m. Á leiðinni eru tveir skálar, annar komst nýlega í eigu Ferðafélags Íslands (Fúkki) og hinn í eigu Útivistar.

Danskir skátar á ferð í Þórsmörk – De danske spiderpige

Hér er farin ævintýraleg leið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er staður sem ekki margir vita af á leið inn í Þórsmörk. En þetta er staður sem Börkur leiðsögumaður benti mér á og sagði hann að það væri kjörið að fara með skólakrakka þarna í gegn í lok ferðar. En það verða allir holvotir eftir að hafa farið þarna í gegn. Fínt prógramm inn í óvissuferðir hjá fyrirtækjum. Best að hafa með sér strigaskó, þykka sokka og regnbuxur og loka vel skálmunum að neðan því vatnið er kalt :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þórsmörk og Goðaland eru þjóðlendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband