Hér eru myndir af meintum sökudólgum :)

Hér eru greinilega sökudólgarnir. Núna vantar bara nöfnin :)

Loftmyndir sem teknar voru á flugi í góðu veðri 2006

Mótorhjólamenn að njóta náttúrunnar á Þingvöllum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svei mér þá ef einn er ekki að tala í símann líka!

En er ekki óþarfi að vera alltaf að amast við allt og öllu. Þeir verða að fá að skvetta úr klaufunum einstaka sinnum eins og aðrir. En annars er nóg fyrir þá að vera á litlum mótorhjólum miða við þær hraðatakmarkanir sem þeim eru settar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hægra megin við 200
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Allt saman flottar myndir , Og skemmtilegur texti líka

Halldór Sigurðsson, 14.6.2007 kl. 15:31

2 identicon

"En er ekki óþarfi að vera alltaf að amast við allt og öllu. Þeir verða að fá að skvetta úr klaufunum einstaka sinnum eins og aðrir."

Magnað að sjá þetta skrifað eftir umræðuna undanfarna daga, sem skapaðist í kjölfar þess að tveir menn á mótorhjólum lentu í árekstri eftir að hafa reynt að stinga lögregluna af. Annar þeirra er hálsbrotinn og er þessa stundina haldið sofandi í öndunarvél.

Það að keyra á yfir 200 km hraða á þjóðvegum landsins er ekki að sletta úr klaufunum. Athæfi sem setur bæði sjálfan þig og aðra viðstadda í lífshættu er ekki að sletta úr klaufunum. Það er heimskulegt, óábyrgt og mikil vanvirðing við hina í umferðinni sem leggja sig fram um að keyra varlega og skynsamlega með það í huga að valda ekki slysum á sjálfum sér og öðrum.

Um helgina var ráðist á unga konu í miðbæ Reyjavíkur. Árásarmaðurinn reyndi að nauðga henni, en hún komst naumlega undan. Er ekki óþarfi að fólk sé að amast við því? Hann verður nú að fá að skvetta úr klaufunum einstaka sinnum eins og aðrir...  

Lena (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 15:57

3 identicon

Hvað hefur þú fyrir þér í því að ÞETTA séu akkurat sökudólgarnir.

Ertu með radarmælir í vélini?

Johann Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 16:06

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þið verðið að fyrirgefa mér. Þetta var nú meira sett fram í stríðni en alvara. Ef betur er skoðað, þá kemur fram í textanum að myndin er tekin 2006.

Persónulega er ég á móti því að aka um á mótorhjóli og hef aldrei gert. Tel það bara vera allt of hættulegt.

Það eina sem vantar í ökuskírteinið hjá mér er að aka mótorhjóli og það er gild ástæða fyrir því.

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.6.2007 kl. 16:24

5 identicon

sæll Kjartan

er eithvað hætulegra að fljúga flugvél ???

það er ekkert hættulegra að aka um á hjóli frekar en á bíl, ekki nema að bíll á ofsaakstri eða kæruleisis akstri (tala í sima,borða,mála sig,greiða sér og ekki að fylgjast með) keiri þig niður þá er mjög hættulegt að vera á hjóli.

ég fæ alltaf kaldann hroll þegar ég ek mínu hjóli við hlið bíls sem hefur að geima ökuman sem er að reyna að tala í síma borða pulsuna sína og pasa að kókið sullist ekki niður, allt á sama tímanum,

venjulega ef ég verð vitni af svona þá gef ég aðeins í og færi mig aðeins framar 200-300 metra og held mig þar.

elli (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 17:32

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Elli,

Það er hægt að slasa sig allstaðar og við gleymum oft að tala um öll þau skipti sem að við rétt sluppum "með skrekkinn".

Við getum dottið í stiganum heima hjá okkur eða slasað okkur við eldamennskuna. Ef mig minnir rétt, þá er slysatíðnin hæst inni á heimilinu.

Statistíkin og háar tryggingar fyrir mótorhjól segir okkur að það er ekki allt eins og það á að vera.

Ég get vel skilið að þegar menn eru komnir með svipaða hestaflatölu, eins og vörubíll hefur, á milli lappanna að ýmislegt geti farið að gerast og mörg slysanna má rekja til þess að aðrir í umferðinni hreinlega sjá ykkur ekki eða reikna hraðan sem mótorhjólið er á ekki rétt út. Þetta hefur víst eitthvað með stærðina og heilastarfsemina að gera. En hjól getur virkað á bílstjóra eins og bíll sem er langt í burtu ... svona fljótt á litið.

Líklega er þetta mest spurning um að vera með peruna í lagi þegar verið er að gera eitthvað. Öll virðumst við hafa þörf fyrir að koma adrenalíninu á hreyfingu reglulega og það virðist vera mannskepnunni hreinlega eðlislægt.

Það er í raun ekki svo langt síðan við þurftum að berjast fyrir lífi okkar með öðrum hætti þegar við þurftum að geta forðað okkur á hlaupum og með útsjónasemi til að vera hreinlega ekki bráð einhverra annarra dýrategunda (okkar tegund meðtalin).

Nú lifa allir í stórborgum í vernduðu umhverfi og "missa" sig svo um helgar.

Spurning um að reyna að fá hvötunum fullnægt með heilbrigðum hætti. Svo er að sjá að ýmsar jaðaríþróttir hafi aukist mikið.

Spenna að vissu marki er manninum eðlislæg og spurning hvort að það sé hið náttúrulega fíkniefni mannsins sem verður að passa að bæla ekki of mikið niður.

Því er það spurning að finna sér eitthvert áhugamál. Golf hentar mér ekki svo að ég valdi m.a. flugið. Hef prófað vélsleðanna og fékk "nóg" eftir að þyrlan hafði þurft að koma út af einu slysi!

Fisflug er stundað orðið mikið hér á landi og slys fátíð. Enda er hættan ekki mikil á fisi sem svífur t.d. til jarðar á 40-50 km/kl.st. þar sem flugmaður er inni í grind sem verndar hann að miklu leiti. Nema ef viðkomandi myndi hreinlega fljúga á eitthvað eða lenda í sjónum (erum í flotgöllum). En 90% af tímanum er fisflugmaður að ferðast á hraðanum 70 km/kl.st.

Ef við berum það saman við mann á mótorhjóli. Þá virðast þau geta farið upp í allt að 200 km/kl.st. og það sem ekki margir vita er að yfir 100 km/kl.st. mörkunum byrja öll alvarlegu slysin. Á þeim hraða of yfir, þá slitna innyflin frá festingum sínum og viðkomandi hefur ekki mikinn séns á að lifa slysið af. Því eru þessi 90 km/kl.st. hraðamörk svo mikilvæg - þegar eitthvað gerist!

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.6.2007 kl. 18:23

7 identicon

Sjaldgæft að sjá skrif sem eru jafn yfirveguð og þín, sérstaklega frá mönnum sem hafa ekki hjólað.

Eitt sem ætla samt að leiðrétta hjá þér....sambandi við hraðatakmörk hjólana.

Hér er myndband sem sýnir hraða/hraðaaukningu á einu af hraðskreiðasta hjólinu sem til er á markaði núna. Suzuki Hayabusa.  Ytri hraðaskífan er í mílum.

http://youtube.com/watch?v=jwieel03c-w

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 00:12

8 identicon

Er flugvélinni ekki flogið ólöglega lágt?!?  Spurning um að tilkynna flugmanninn til Flugmálastjórnar...

Páll (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 00:34

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fis fara sjaldnast yfir 500 fet :)

Flugmálastjórn tapaði síðasta máli. En þá fóru menn svo neðalega að þeir snertu vatnið!

Svo eru flugvélar undir öðrum reglum er fis.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 00:46

10 identicon

Það væri þá spurning um að sekta þann sem það gerir fyrir utanvega akstur og láta umferðastofu setja reglugerðir?

Magnús Geir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 02:43

11 identicon

Finnst þér það grín að taka myndir af vegfarendum, setja þær á netið og kalla þá glæpamenn.  Þá hefur þú furðulegan húmor.

Jóhann Þorsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband