Pissað í 2119 metra hæð :)

Ég gerðst svo frægur hér um árið að geta pissað uppi á hæsta fjalli landsins sem var þá 2119 metrar á hæð. En því miður, þá mælist fjallið eftir síðustu mælingar aðeins 2110 metrar :(

Að auki hef ég pissað á lægsta stað landsins sem er -165 metrar. En það gerðist í Hvalfjarðargöngunum þegar ég var að vinna þar við hljóðmælingar á sínum tíma!

Er einhver sem hefur gert betur?

4x4 jeppaferð sem farin var á Vatnajökul árið 1997.

Hér eru jeppar loksins komnir upp á tindinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. svo er eitthvað um að menn hafi spilað gólf uppi á jöklum landsins með rauðum kúlum. En Langjökull liggur á bilinu 800 metrum upp í 1400 metra hæð.


mbl.is Golf í 714 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Strákar hafa alltaf verið hrifnir af slíkum leikjum þó svo að þeir vilji ekki viðurkenna það opinberlega. Þessir leikir eru í mismunandi formi og með aldrinum verða bara leikföngin dýrari ... :|

En annars hef ég verð að fylgjast spenntur með þessum kosningum varðandi það að fá Geysi til að gjósa aftur og þetta virðist vera að vega salt við 50% markið. Þannig að það virðast vera mjög deildar meiningar um þessa hugmynd.

Hefði gjarna viljað fá eðlisfræðing til að útlista eða segja sína skoðun á málefninu, svona fræðilega.

Ég er með ákveðnar skoðanir á þessu eins og mörgu en var að spá í að geyma þær þar til að ég er búinn að heyra fleiri sjónarmið.

En það er spurning um að labba inn í eldhús og láta vatn sjóða í potti og sjá hvað gerist ef það er blásið með sogröri ofan i pottinn þegar vatnið er við það að sjóða.

En á 100 metra dýpi í Geysi er vatnið að sjóða líklega við eitthvað í kringum 120°C og svo er rásin eins og langt rör og ef loftbólur byrja að myndast niður í botni þá er hugsanlegt að það eigi sér stað keðjuverkun sem gæti komið að stað gosi.

Eitt veit ég að sápa losar eitthvað á yfirborðsspennunni í vatninu og lækkar hugsanlega eitthvað suðurmark vatnsins. Nem hvað að loftbólurnar sem eru líklega að koma frá sápunni sem freyðir eru líklega að gera eitthvað svipað og ef skotið væri þrýstilofti neðst í hverinn :)

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.6.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband