Tjarnaprestakall? Myndir

Má ekki ætla að að þessi kirkja sé í umræddu prestakalli

En hér má sjá Kálfatjarnarkirkju í Kálfatjarnarsókn rétt hjá Vogum á Vatnsleysuströnd.

Kálfatjarnarkirkja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kálfatjarnarkirkja var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893 af biskupi, herra Hallgrími Sveinssyni. Kirkjan er byggð úr timbri, járnvarin á hlöðnum grunni, meters háum. Kirkjusmiður og höfundur kirkjunnar var Guðmundur Jakobsson, húsasmíðameistari, en honum til aðstoðar var Sigurjón Jónsson kennari. Magnús Árnason, steinsmiður frá Holti á Vatnsleysuströnd hlóð grunninn. Pílárar á svalarbrúnum og í altarisgrindum ásamt ýmsum útskurði annaðist Þorkell Jónsson, bóndi í Móakoti á Vatnsleysuströnd. Bygging kirkjunnar gekk afar hratt, hófst smíði hennar þegar eftir að gamla kirkjan hafði verið rifin, sú kirkja náði aðeins 29 ára aldri, byggð 1864. Nýir bekkir voru smíðaðir í kirkjuna 1968, teiknaðir af Ragnari Emilssyni. Söngloft er vestantil í kirkjunni og út með hliðunum eru svalir. Hún rúmar150 manns samtals á báðum hæðum. Altaristaflan er eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík og jafn gömul kirkjunni, gerð af Sigurði Guðmundssyni málara.

Eins og sjá má, þá er ekki auðvelt að átta sig á öllum þessum sóknum út um allt land :|

Hér gefur að líta þær sóknir sem tilheyra Kjalarnessprófastsdæmi.

Garðasókn - Garðaprestakall

Kálfatjarnarsókn - Tjarnaprestakall

Grindarvíkursókn - Grindavíkurprestakall

Kirkjuvogssókn - Njarðvíkurprestakall

Keflavíkursókn - Keflavíkurprestakall

Lágafellssókn - Mosfellsprestakall

Bessastaðasókn - Garðaprestakall

Brautarholtssókn - Reynivallaprestakall

Reynivallasókn - Reynivallaprestakall

Hvalsnessókn - Útskálaprestakall

Útskálasókn - Útskálaprestakall

Ofanleitissókn - Vestmannaeyjaprestakall

Víðistaðasókn - Víðistaðaprestakall

Ytri-Njarðvíkursókn - Njarðvíkurprestakall

Njarðvíkursókn - Njarðvíkurprestakall

Hafnarfjarðarsókn - Hafnarfjarðarprestakall

Ástjarnarsókn - Tjarnaprestakall

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

Texti er að einhverju leiti fengin af http://www.kirkjan.is/


mbl.is Níu umsækjendur um Tjarnaprestakall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband