Hér má sjá

Sumarbústaði má finna orðið víða um land. Þeir eru byggðir á ótrúlegustu stöðum orðið

Hér eru nokkrir bústaðir inn af Skjaldbreið og er það þeim sameiginlegt að endingin á nöfnunum þeirra er ríki. Þarna má finna nöfn eins og Konuríki, Skunkaríki, Karlaríki ... En þeir sem stunda vélsleðaíþróttina eru mikið í þessum skálum, enda stutt að fara á Langjökul. Ekki veit ég hvort að þetta ríkisnafn á ættir að rekja til þess að drykkja sé stunduð á staðnum :)

Skálar við línuveginn sem liggur fyrir norðan Skjaldbreið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á flugleiðinni rakst ég á þessi fallegu sumarhús og hef ég náð að gista í einu þeirra. En fólkið á bænum Kjarnholti rekur ferðaþjónustu. Þarna er einstaklega vel heppnuð útfærsla á sumarhúsi. Myndir úr þeirri ferð má sjá hér: linkur á myndir úr ferð

Sumarhús fyrir ferðamenn í Kjarnholti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Of er búið að fljúga yfir Þrastalund, Sogið, Selfoss og nágrenni og má sjá eina langa seríu hér. Líklegt er að hér má sjá bústaðir við Sogið í eigu starfsmannafélags Landsbankans.

Sumarhús við Sogið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er gaman að sjá hvað gengið er skipulega til verks við hönnun á nýjum sumarbústaðarhverfum. Þessi mynd er tekin rétt fyrir sunnan Þingvallarvatn við virkjunina Steingrímsstöð. Hér er búið að undirbúa svæðið áður en húsin koma og gaman að sjá hvernig falleg rauðamölin skapar skemmtilega andstæður við umhverfið. Hélt annars að menn væru hættir að ná í þessa rauðamöl í gíga úr nágrenninu. Hélt að þeir væru allir orðnir friðaðir!

Rauðamöl (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá myndir sem teknar voru í fyrradag í skemmtilegu flugi frá Reykjavík á Suðurlandið. En eitthvað mátti lesa út úr fréttinni að sumarbústaðirnir væru sífellt að stækka :)

Sumarbústaður af stærri gerðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Sumarhús stærri og fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband