Svo að mín tillaga í morgun var þá rétt :)

Spurning um að stofna leitarsveit fisfélagsins.

Fisvélar eru hægfleygar henta mjög vel þar sem fljúga þarf lágflug.

Ekki er ólíklegt að kajakræðararnir hafi nýtt góða veðri til að sigla áfram og jafnvel tekið stefnu á Rauðasand á Vestfjörðum.

Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi.

Hér má sjá öll smáatriði í fjörunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þekkta dranga við ströndina - hvað skyldu þeir heita? :)

Drangar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þekktan vita við ströndina - hvað skyldi hann heita og hvar er hann? :)

Viti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er þekkt vík - hvað skyldi hún heita? :)

Vík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef þessar myndir eru skoðaðar, þá má sja marga góða staði sem ræðararnir hafa mögulega getað hvílst á leið sinni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Kajakræðarar fundnir heilir á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er nú gott að allt fór vel.

Sérstaklega er gaman að sjá að sú tillaga að staðsetningu sem ég kom með í þessu bloggi kl. 8 í morgun reyndist vera rétt!

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.6.2007 kl. 17:54

2 identicon

Ótrúlega magnaðar myndir!

Haukur (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 01:28

3 Smámynd: B Ewing

Drangarnir heita Lóndrangar.

Vitinn heitir Malarrifsviti.

Víkin heitir Djúpalónssandur.

Flottar myndir í þessu yndislega veðri.

B Ewing, 13.6.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi svör eru kórrétt :)

En annars er ég með leitarsíðu í vinnslu og þar á að vera hægt að sjá flest þessi nöfn

http://www.photo.is/search.html#22

En annars var þetta eitt af flottari flugum sem að ég hef farið og ströndin út að Svörtuloft er mögnuð.

En á þeirri leið má vel sjá hvernig brimið hefur étið sig inn í nýlegt hraunið á þessari leið.

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.6.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband