Ratsjárstöðvar á Íslandi

Ratsjárstöðin á Stokksnesi á suðaustur horni landsins við Hornafjörð. Nú er búið að fjarlægja stóru loftnetin og í staðin er komin þessi stöð sem Bandaríkjamenn reistu. En það er líklega búið að loka henni ef ég þekki rétt til.

Menn verða að passa sig að fara ekki of nálægt svona radarbúnaði. En örbylgjurnar eru mjög kröftugar frá svona sendi og geta gert menn ófrjóa ef þeir koma of nálægt slíkum sendiloftnetum :)

Ratsjárstöðin á Stokksnesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Samsvarandi stöðvar má finna á Bolafjalli við Djúp og uppi á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi sem má sjá hér á næstu mynd.

Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það hafa verið deildar meiningar um það hvort að almenningur megi nota vegslóðanna sem liggja upp að þessum stöðum. En útsýnið er stórkostlegt þarna uppi.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Forseti Aserbaidjan fagnar hugmyndum um ratsjárstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband