Leiðsögumenn á ferð í Grænlandi 2005

Árið 2005 fórum við nokkrir leiðsögumenn í ferð til Grænlands til að kynna okkur aðstæður. Gist var í gömlu húsi í Kulusuk á austurströndinni. Þaðan var svo farið í margar skemmtilegar gönguferðir.

Hér stendur hópurinn á einum ísnum í fallegum firði norðan við Kulusuk.

Ísjaki í fjörunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferðin heppnaðist í alla staði vel. Þarna fékk hópurinn að kynnast af eigin raun frumstæðum aðstæðum sem þetta fólk býr við. Ekki laust við að sumir yrðu fyrir smá áfalli. Á 5 stjörnu hótelinu var sofið á gólfinu, hitað upp með olíuofni, ná þurfti í allt vatni í fötur í þar til gerða vatnspósta, klósettið var fata og engin sturta í húsinu. Hægt var að komast í sameiginlega sturtu og þvottaaðstöðu á öðrum stað í bænum.

Kulusuk er á eyju og hefur þorpið byggst upp ekki langt frá flugvellinum. Samgöngur eru erfiðar og þarf að ganga í ca. 40 mín til þorpsins. Þar búa nú rétt rúmlega 300 manns. Hundar hafa verið fleirri en íbúar þorpsins! En þegar mest var, þá vou þeir um 800 talsins.

Meðhjálparinn er búinn að taka að sér messuhaldið á staðnum. Presturinn farinn og organistinn komin á aldur og ekki neinir til að taka við þessum mikilvægu embættum. Tónlistakennslan í lamasessi og sjá má hvernig þorbsbúum fækkar smátt og smátt og húsum fjölgar sem leggjast í eyði. Unga fólkið flytur til stóru byggðakjarnanna eða til Danmerkur.

Meðhjálparinn messar yfir örfáum gestum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef gengið er um þorpið, þá má sjá að hluti þorpsins er þegar komin í eyði

Mörg húsanna eru í niðurníðslu eins og sjá má (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Haukur Hauksson kallar nú ekki allt ömmu sína. Enda búinn að búa í Rússlandi í rúm 10 ár :)

Hér er Haukur nývaknaður og til í slaginn. En morgunmaturinn var upphituð loðna frá deginum áður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrr um daginn var flogið með þyrlu frá Kulusuk til Amaksalik og seinna sama dag var siglt til baka á 2 bátum. Þoka skall á og var það þrautin þyngri að finna leið til baka í gegnum ísspöngina. Bátarnir að verða bensínlausi og hópurinn orðin villtur. Það vildi okkur til happs að einhver var með GPS og hafði sett inn punktinn á Kúlusukk deginum áður.

Einn af mörgum borgarísjökum á leiðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þorpsbúar lögðu mikið á sig til að gera för hópsins sem skemmtilegasta. Hér er verið að sýna hvernig veiðiaðferðir voru fyrr á tímum.

Skutli slöngvað í átt að bráðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar sem konur eru á ferð, þar er Steinar mættur

Hér er Steinar í fangabrögðum við konuna sem var að dansa ástardansinn fyrir hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kyrrðin og þögnin var æpandi

Hér lagðist hópurinn niður og slappaði af eftir langa göngu - ógleymanleg stund (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er siglt með hópinn á afskektan stað og skilin eftir. Hér fóru Kjartan og Steinar í ævintýralega fjallgöngu og mátti þakka fyrir að ekki fór illa.

Báturinn kvaddur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Tíkin á staðnum var að eiga hvolpa. Eigandinn var mest hræddur um að þeir yrðu of margir og þá of marga munna að metta. Því er ekki óalgengt að einhverjum sé lógað til að spara matinn.

Tíkin kann að pósa og brosa fallega framan í myndavélina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er brosmild fjölskylda, Jóhann, Guðrún og sonur. En þau ásamt Ársæli sáu til þess að þessi ferð yrði að veruleika. Þau hjónin eru mannfræðingar og reka smá ferðaþjónustu þarna í Kulusuk. Hægt er að leigja húsið sem hópurinn var í og geta þau hjónin hjálpað til við að skipuleggja svona ferðir.

Hér er hópurinn að borða saman á hótelinu í Kulusuk og þakka fyrir góða og vel heppnaða ferð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ógleymanleg ferð ...

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Landhelgisgæslan veitir ísklifrurum aðstoð á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Kulusuk líka til á vesturströndinni?

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það verður að lauma inn svona einni og einni villu til að sjá hvort að lesendur bloggsins séu vakandi :)

En takk fyrir ábendinguna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.6.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband