Hvernig má það vera að það skuli vera svona ólæti í svona fallegu bæjarfélagi

Flug fisflugmanna hringinn í kringum landið sumarið 2004

Hér er búið að fylgja allri suðurströndinni frá Reykjavík til Hafnar með viðkomu á nokkrum fallegum stöðum

Höfn í Hornafirði og ósinn sem bærinn er kenndur við (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það eru fáir bæir sem hafa eins fallegt útsýni til fjalla eins og þeir sem búa á Höfn í Hronafirði

Vestrahorn. Það eru víst deildar meiningar um nafnið á horninu.

Vestrahorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Aðsúgur gerður að lögreglu á Höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það gætu alveg verið deildar meiningar um þetta nafn á Horni.
Þótt maður hafi verið kúreki þarna í sveitinni, þá finnst mér alveg nóg að Horn heiti bara Horn, enda stendur það við Hornafjörð.
Þetta horn hefur stundum verið kallað Eystra-Horn því það er annað horn á Vestfjarðakjálkanum. Svo hafa sumir haldið að Hvalnesfjallið í Lóni heiti Eystra-Horn....og þá kannski þess vegna hefur Horn fengið á sig það "vestra".
En þegar svona stendur á þar eystra, þá gæti nafnið komið að gagni:
Villta-Vestra-Horn.... annars búa þarna hin bestu skinn.

Sigurlaug (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Já ég var víst búinn að heyra svipaða sögu af því hvernig þessi nöfn eru tilkomin og vildi því ekki staðhæfa neitt í þessu máli.

Þakka þér fyrir að upplýsa málið.

Kjartan

En ég hef alltaf kallað Hvalnesfjallið í Lóni Eystrahorn :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.6.2007 kl. 17:53

3 identicon

Gleymdi að hrósa þér fyrir allar þínar glæsilegu myndir.
Kv. Lauga

Sigurlaug (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband