4.6.2007 | 12:25
Svona leit Langjökull út fyrir rúmri viku síðan
Hér má sjá aðstöðu Fjallamanna uppi í Skálpa rétt vestan við Bláfellsháls í blíðskaparveðri. Starfsmenn eru að taka niður tjöld og búnað eftir annasaman dag frá deginum áður. Þá var mikið fjölmenni á jöklinum og í nógu að snúast. Enda komu vel á annað hundrað manns í sleðaferð þann daginn.
Flogið var frá Reykjavík inn á Langjökul í einstöku veðri og aðstæður á jöklinum eins og best verður á kosið
Skálpi, skáli Fjallamanna/Activity við Langjökul (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning er? Hvert er fegursta fjall á Íslandi? Hlöðufell verður oft útundan í þeirri umræðu. En það er stapi eins og Herðubreið sem fékk titilinn drottning íslenskra fjalla fyrir stuttu.
Hlöðufell sunnan við Langjökul. Myndin er tekin til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er að sjá að það ríki vetrarríki enn uppi á Skjaldbreið. En Skjaldbreið er dyngja sem myndaðist í gosi eftir að síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan. Hlöðufelli myndast aftur á móti undir jökli í gosi á síðustu ísöld sem spannaði um 3.000.000 ár! Á þessum tveimur myndum má því sjá hvað einkennir fjöll sem myndast við þessar tvær mismunandi aðstæður.
Skjaldbreið er sunnan við Langjökul og norðaustur af Þingvöllum. Myndin er tekin til suðvesturs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Varðandi hlýnun jarðar og bráðnun íss og snjós, þá eru íslenskir jöklar mjög sérstakir að því leitinu að þeir eru mjög nálægt því að vera við 0 °C og hegða sér því eins og "softice" á meðan t.d. jöklar á grænlandi eru massífir líklega í kringum -20 °C. Því eru íslenskir jöklar mun viðkvæmari fyrir breytingu á hitastigi en aðrir jöklar. Einnig er skrið þessara tveggja jöklategunda mismunandi. Á meðan t.d. Grænlenskir jöklar skríða fram massífir eftir yfirborðinu, þá flæða íslenskir jöklar meira eins og síróp eftir yfirborðinu þar sem hraðinn er mestur efst og fer svo stiglækkandi því sem neðar dregur.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Flogið var frá Reykjavík inn á Langjökul í einstöku veðri og aðstæður á jöklinum eins og best verður á kosið
Skálpi, skáli Fjallamanna/Activity við Langjökul (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning er? Hvert er fegursta fjall á Íslandi? Hlöðufell verður oft útundan í þeirri umræðu. En það er stapi eins og Herðubreið sem fékk titilinn drottning íslenskra fjalla fyrir stuttu.
Hlöðufell sunnan við Langjökul. Myndin er tekin til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er að sjá að það ríki vetrarríki enn uppi á Skjaldbreið. En Skjaldbreið er dyngja sem myndaðist í gosi eftir að síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan. Hlöðufelli myndast aftur á móti undir jökli í gosi á síðustu ísöld sem spannaði um 3.000.000 ár! Á þessum tveimur myndum má því sjá hvað einkennir fjöll sem myndast við þessar tvær mismunandi aðstæður.
Skjaldbreið er sunnan við Langjökul og norðaustur af Þingvöllum. Myndin er tekin til suðvesturs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Varðandi hlýnun jarðar og bráðnun íss og snjós, þá eru íslenskir jöklar mjög sérstakir að því leitinu að þeir eru mjög nálægt því að vera við 0 °C og hegða sér því eins og "softice" á meðan t.d. jöklar á grænlandi eru massífir líklega í kringum -20 °C. Því eru íslenskir jöklar mun viðkvæmari fyrir breytingu á hitastigi en aðrir jöklar. Einnig er skrið þessara tveggja jöklategunda mismunandi. Á meðan t.d. Grænlenskir jöklar skríða fram massífir eftir yfirborðinu, þá flæða íslenskir jöklar meira eins og síróp eftir yfirborðinu þar sem hraðinn er mestur efst og fer svo stiglækkandi því sem neðar dregur.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bráðnun íss hraðar áhrifum hlýnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.