Hús ÖBÍ - Miðbær Kópavogs og ný sundlaug

Hér má sjá Fannaborg 1 í Miðbæ Kópavogs. Húsið er 9 hæða lengst til hægri í myndinni.

Fannaborg 1 í Miðbæ Kópavogs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Kópavog er komin ný sundlaug sem margir hafa ekki áttað sig á að væri til. Læt hér með fljóta loftmynd af lauginni.

Nýja sundlaugin í Kópavogi

Sundlaugin í Versölum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Sundlaugin í Versölum var formlega vígð á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2005 og íþróttahúsið í septembermánuði sama ár. Í íþróttamiðstöðinni er að finna 25x15m útisundlaug, 16,67x10m innlaug, tvo heita potta, nuddpott, og rennibraut (fljót), sem hefst í lítilli laug (hyl) og endar í straumlaug (fljót). Íþróttahúsið er 2300m2 að stærð, með séraðstöðu fyrir fimleikaíþróttina, þar sem Gerpla hefur aðstöðu. Íþróttakennsla í Salaskóla, Hörðuvallaskóla og Vatnsendaskóla fer fram í húsinu, auk íþróttaæfinga annara íþróttafélaga.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Níu hæða blokk til sölu í einu lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér sýnist grilla í mig á einni brautinni þarna, hehe. Nei, en ég hef samt farið í þessa nýju laug sem er fín viðbót á höfuðborgarsvæðinu. Mér fannst samt galli hvað bakkinn sem maður spyrnti frá var skreipur, ég náði aldrei almennilegu skriði. Kannski hefur það veðrast ...

Og - glæsilegar þessar myndir hjá þér.

Berglind Steinsdóttir, 3.6.2007 kl. 20:48

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég flaug nú aðalega þarna yfir til að reyna að ná myndum af einhverjum léttklæddum dömum í sólbaði :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.6.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband