Áhugaverðar myndir af Hellisheiðarvirkjun

Mikið er gaman að fylgjast með framkvæmdum Orkuveituna uppi á Hellisheiði. Hér má sjá hvað djörf ákvörðun er að skila miklu í þjóðarbúið. Eftirspurnin eftir orku er svo mikil að öll orka virkjunarinnar er seld löngu áður en framkvæmdir hefjast.

Hver borhola er að gefa um 5 megavött af orku þannig að það þarf 20 borholur til að gefa 100 megavött. Borholurnar eru á bilinu 1500 - 2500 m djúpar.

Sagt er að gufuorka í þessu formi sé eitt umhverfisvænsta form á orkuframleiðslu sem þekkist.

Ef eftirfarandi mynd er skoðuð nánar, þá má sjá að virkjunin sjálf er byggð undir gömlum gíg og sjálfur Hengilinn er enn virkt eldfjall - eitt af 50-60 slíkum á landinu.


Hellisheiðavirkjun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eitt yngsta hraunið á svæðinu er svo kallað 1000 ára hraun og má sjá hvar það hefur stoppað nokkrum kílómetrum fyrir sunnan núverandi virkjanastæði. Oft er minnst á þetta hraun þegar verið er að tala um tímasetningu á upphafi búsetu á íslandi. En það góða við svona vangaveltur er að mannsaldur er eitthvað sem mælist í sekúndubrotum þegar verið er að fjalla um jarðfræði.


Horft yfir 1000 ára hraunið til suðvesturs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er svo mikil orka falin á þessu svæði að nú þegar er búið að reisa 4 slíkar virkjanir. Nesjavallarvirkjun, Hellisheiðavirkjun, Svartsengi og Reykjanesvirkjun. En þær liggja allar á virka sprungubeltinu frá Reykjanestá að Nesjavöllum.

Ég hef heyrt að það sé hægt að bæta 20 slíkum virkjunum til viðbótar þ.e. frá Nesjavöllum og út að Reykjanestá. En það myndi þýða orka í kringum 2 gígavött eða um 2 x það sem þjórsársvæðið er að gefa af sér.

Það nýjasta er að bora enn dýpri holur eða svo kallaða djúpborun þar sem borholurnar eru á bilinu 3-5 kílómetra djúpar. Ef það gengur eftir sem menn eru að vona, þá getur fengist allt að 10 sinnum meiri orka úr slíkri borholu miða við það sem er að fást úr núverandi borholum. Þ.e. í stað 5 megavött fengist 50 megavött.

Það var mikið talað gegn virkjunaráformum í Kröflu á sínum tíma og mörg vandamálin komu þar upp sem þurfti að leysa. Það fer ekki mikið fyrir þeim óánægjuröddum í dag.

Ég fer mikið með ferðamenn inn á þessi svæði og þeir verða gjörsamlega heillaðir af þessari hugmyndar- og framkvæmdagleði okkar íslendinga.

Það er ekki annað að sjá en að við íslendingar séum á grænni gein.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Íslendingar rannsaka jarðhita í Djíbútí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar myndir og greinar Kjartan. Takk fyrir

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband