Ferðamyndir Jökulsárlón/Breiðamerkurlón

Hér er samantekt á nokkrum myndasyrpum úr lóninu sem að ég hef tekið á ferð minni þangað

Flug á mótorsvifdrekum við Jökulsárlón/Breiðamerkurlón

Hringflug fisflugmanna um landið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á ferð með 6 Ameríkana um landið

Lúxus ferð um landið í frábæru veðri (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Grillað fyrir Ítölsku mafíuna að hætti Múlakaffis á bökkum Jökulsárlóns/Breiðamerkurlóns

Mikið er gaman að tilverunni. En hér er gaman að horfa á absúrd aðstæður við lónið - Hér má sjá tjald sem sett var upp fyrir lúxus lið frá Ítalíu með uppádekkuðu borði og þjónum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Áfengi með 1000 ára gömlum klaka úr Jökulsárlóni/Breiðamerkurlóni að hætti Kristbjargar leiðsögukonu

Hringferð leiðsögumanna um landið í útskriftarferð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Snarbrjálaðir jarðfræðingar, kennarar og fræðimenn frá Kanarí á ferð í lóninu - EIN SÚ ALLRA SKEMMTILEGASTA FERÐ SEM ÉG HEF FARIÐ :)

Ferðin var hálfgerð óvissuferð undirritaðs í mannlegum samskiptum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta fólk veit sko alveg hvernig á að fara að njóta svona ferðar - Kyrrðin og einangraðir staðir var þeirra mottó - En þeir eru víst búnir að fá sig fullsadda á túristum í sínu heimalandi - Hef heyrt að þangað koma um 10.000.000 túristar á ári! Það var stór upplifun fyrir íslending eins mig að upplifa að tímaskyn þessa hóps var frá einhverju allt öðru sólkerfi en ég er vanur í svona ferðum. Í ÞESSUM HÓP VAR ENGINNNNNNNNN AÐ FLÝTA SÉR :)

Leiðsögumaður að "stela" ís úr lóninu :)

Það er vinsælt að taka 1000 ára gamlan ís úr lóninu og taka með á næsta gististað til að lofa ferðamönnunum að smakka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég efa þó að ísinn sé svo gamall en sagan hljómar samt vel þannig.



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Mannlaus bíll rann út í Jökulsárlón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru afskaplega skemmtilegar myndir hjá þér Kjartan! Þakka fyrir mig!!

ex354 (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband