20.5.2007 | 09:37
Myndir úr Reynisfjöru
Hér tók ég saman nokkrar myndir úr ferðum mínum sem leiðsögumaður um Reynisfjöru og á söndunum á suðurströndinni.
Það sem er að heillar ferðamanninn mest er SVARTUR SANDURINN.
Það er sama hversu oft ég kem í Reynisfjöru, upplifunin er alltaf jafn mögnuð.
Þarna má sjá gríðarlega fallega tröppulaga stuðlabergsbyggingu, Reynisdranga, sönghellinn Hálsanefshellir, rúnnaða fallega (orku) steina, hátt bjargið, fuglalíf, öldurótið, Dyrhólaey og áhugaverða jarðfræði á svæðinu.
Allt þetta gerir það að fólk verður gjörsamlega dolfallið við að koma á þennan stórmerkilega stað.
Ef við byrjum á öldurótinu, þá má sjá á eftirfarandi myndum að það borgar sig að bera virðingu fyrir náttúrunni á þessu svæði.
Myndir sem sýna vel hversu langt öldurnar ná upp í Reynisfjöru en hér skellur stór Atlantshafsúthafsaldan óhindruð á langt upp á ströndina.
Hafaldan skellur á klettunum (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Ekki skal undra að sjósókn hefur verið gríðarlega erfið á allri suðurströndinni sem er um 500 km löng og enga höfn að finna nema til endanna og þá í Þorlákshöfn og Höfn á Hornafirði.
Strönd sem er ekkert nema sandur.
Þegar er flóð, þá getur hafaldan náð alveg að klettunum og hér má sjá fólk hlaupa fyrir klettinn frá sönghellinum Hálsanefshelli í aðfallinu og oft má litlu muna
Hér er hlaupið fyrir kletinn þegar aldan er á útsoginu (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
En eftirfarandi mynd sýnir vel hvað það getur verið hættulegt að leika sér í fjörunn
Fólk að hlaupa undan öldunni á suðurströd og oft má litlu muna (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Ég hef oft komið á þessar slóðir og má sjá safn af myndum hér og læt ég myndirnar tala sýnu máli eins og er er vanur :)
Spánverjar stilla sér upp til myndatöku á stuðlaberginu í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hér má sjá fjölskyldu sem að ég var með á ferð í Reynisfjöru og eru stuðlabergsklettarnir auðveldir til uppgöngu eins og sjá má:
Klifrað í stuðleberginu - tröppur frá náttúrunar hendi (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Við félagarnir í fisfélagi Reykjavíkur höfum oft flogið um þetta svæði og hér tek ég myndir úr mótordreka af svæðinu
Flogið eftir sandströndinni á góðum degi með Reynisdranga framundan (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Leiðsöguskólinn í útskriftarferð 2005 í Reynisfjöru
Gott er að baða tjáslurnar í köldum sjónum - en með varúð þó (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Danskur hópur á ferð í Reynisfjöru við sönghellirinn
Brosað framan í myndavélina (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Japönsk leiðsögukona á ferð í Reynisfjöru með hund - vaðið í góðu veðri
Þegar lítil alda er og gott veður, þá er í lagi að vaða smá - Hundur af næsta bæ er vanur að mæta á staðinn til að leika við gesti (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Í flottu veðri er gott að slappa aðeins af í Reynisfjöru og hitinn getur orðið mikill þegar sólin nær að hita sandinn upp
Gott að slappa af við lestur í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Jarðfræðin er einstök á svæðinu og má sjá í þversnið á gosrás með stuðlaberg öðru megin og móbergi hinu megin. En fyrir stuttu féll gríðastórt stykki úr móbergshlutanum og má sjá myndir af því hér:
Það er greinilega margt fleirra sem ber að varast en sjórinn (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hvali rekur oft upp á suðurströndina og oft má keyra fram á hóp af selum sem njóta veðurblíðunar:
Hér má sjá hversu öflug aldan getur verið en hér má sjá hval sem borist hefur um 100 metra inn á land (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hér eru svo fallegar myndir teknar á tíma sem sýnir hvernig aldan leikur við rúnaða fjörusteinanna.
Rúnnaðir steinar í útsogi - magnaðar myndir (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Mótorsvifdreki á flugi eftir suðurströndinni með viðkomu á Bakkaflugvelli
Hér eru fleirri en fuglarnir að njóta góða veðursins sem getur verið á suðurströndinni (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Panaorama mynd af Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangar7w.html
Panaorama mynd af Reynisfjöru sé frá Dyrhólaey má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangarw.html
Bílamynd með Reynisdranga í baksýn má skoða hér: http://www.photo.is/books/4x4/pages/57-Vik_Myrdal%202.html
Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik2.html
360°mynd Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik3w.html
Farið á vaði út í Dyrhólaey og Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070103.html
Ferð til Víkur og niður í Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/06/09/1/index_3.html
Ferð í Reynisfjöru með Siera Club, hundur á steini + ganga á Fimmvörðuháls má skoða hér: http://www.photo.is/06/06/4/index_26.html
Svört sandfjaran á suðurströnd heillar má skoða hér: http://www.photo.is/06/07/1/pages/kps07060225.html
Reynisdrangar ásamt ýmsum dröngum út um allt land hér: http://www.photo.is/skoli/drangur/index.html
Steinarnir eru magnaðir í Reynisfjöru og margir sem taka þá með sér sem minjagripi enda rúnnaðir og fallegir hér: http://www.photo.is/skoli/ferd/pages/kps05041051.html
Aldan getur verið stór þó svo að það líti út fyrir að það sé sól og blíða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070080.html
Margan bátinn hefur rekið upp á suðurströndina og hér má sjá flak sem er 2-300 metra inni á sandinum hér: http://www.photo.is/05/sam/pages/kps09050049.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Það sem er að heillar ferðamanninn mest er SVARTUR SANDURINN.
Það er sama hversu oft ég kem í Reynisfjöru, upplifunin er alltaf jafn mögnuð.
Þarna má sjá gríðarlega fallega tröppulaga stuðlabergsbyggingu, Reynisdranga, sönghellinn Hálsanefshellir, rúnnaða fallega (orku) steina, hátt bjargið, fuglalíf, öldurótið, Dyrhólaey og áhugaverða jarðfræði á svæðinu.
Allt þetta gerir það að fólk verður gjörsamlega dolfallið við að koma á þennan stórmerkilega stað.
Ef við byrjum á öldurótinu, þá má sjá á eftirfarandi myndum að það borgar sig að bera virðingu fyrir náttúrunni á þessu svæði.
Myndir sem sýna vel hversu langt öldurnar ná upp í Reynisfjöru en hér skellur stór Atlantshafsúthafsaldan óhindruð á langt upp á ströndina.
Hafaldan skellur á klettunum (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Ekki skal undra að sjósókn hefur verið gríðarlega erfið á allri suðurströndinni sem er um 500 km löng og enga höfn að finna nema til endanna og þá í Þorlákshöfn og Höfn á Hornafirði.
Strönd sem er ekkert nema sandur.
Þegar er flóð, þá getur hafaldan náð alveg að klettunum og hér má sjá fólk hlaupa fyrir klettinn frá sönghellinum Hálsanefshelli í aðfallinu og oft má litlu muna
Hér er hlaupið fyrir kletinn þegar aldan er á útsoginu (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
En eftirfarandi mynd sýnir vel hvað það getur verið hættulegt að leika sér í fjörunn
Fólk að hlaupa undan öldunni á suðurströd og oft má litlu muna (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Ég hef oft komið á þessar slóðir og má sjá safn af myndum hér og læt ég myndirnar tala sýnu máli eins og er er vanur :)
Spánverjar stilla sér upp til myndatöku á stuðlaberginu í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hér má sjá fjölskyldu sem að ég var með á ferð í Reynisfjöru og eru stuðlabergsklettarnir auðveldir til uppgöngu eins og sjá má:
Klifrað í stuðleberginu - tröppur frá náttúrunar hendi (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Við félagarnir í fisfélagi Reykjavíkur höfum oft flogið um þetta svæði og hér tek ég myndir úr mótordreka af svæðinu
Flogið eftir sandströndinni á góðum degi með Reynisdranga framundan (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Leiðsöguskólinn í útskriftarferð 2005 í Reynisfjöru
Gott er að baða tjáslurnar í köldum sjónum - en með varúð þó (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Danskur hópur á ferð í Reynisfjöru við sönghellirinn
Brosað framan í myndavélina (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Japönsk leiðsögukona á ferð í Reynisfjöru með hund - vaðið í góðu veðri
Þegar lítil alda er og gott veður, þá er í lagi að vaða smá - Hundur af næsta bæ er vanur að mæta á staðinn til að leika við gesti (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Í flottu veðri er gott að slappa aðeins af í Reynisfjöru og hitinn getur orðið mikill þegar sólin nær að hita sandinn upp
Gott að slappa af við lestur í Reynisfjöru (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Jarðfræðin er einstök á svæðinu og má sjá í þversnið á gosrás með stuðlaberg öðru megin og móbergi hinu megin. En fyrir stuttu féll gríðastórt stykki úr móbergshlutanum og má sjá myndir af því hér:
Það er greinilega margt fleirra sem ber að varast en sjórinn (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hvali rekur oft upp á suðurströndina og oft má keyra fram á hóp af selum sem njóta veðurblíðunar:
Hér má sjá hversu öflug aldan getur verið en hér má sjá hval sem borist hefur um 100 metra inn á land (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Hér eru svo fallegar myndir teknar á tíma sem sýnir hvernig aldan leikur við rúnaða fjörusteinanna.
Rúnnaðir steinar í útsogi - magnaðar myndir (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Mótorsvifdreki á flugi eftir suðurströndinni með viðkomu á Bakkaflugvelli
Hér eru fleirri en fuglarnir að njóta góða veðursins sem getur verið á suðurströndinni (klikkið á mynd til að sjá fleirri myndir)
Panaorama mynd af Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangar7w.html
Panaorama mynd af Reynisfjöru sé frá Dyrhólaey má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Reynisdrangarw.html
Bílamynd með Reynisdranga í baksýn má skoða hér: http://www.photo.is/books/4x4/pages/57-Vik_Myrdal%202.html
Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik2.html
360°mynd Reynisdrangar og Vík að kvöldlagi má skoða hér: http://www.photo.is/pan/pages/Vik3w.html
Farið á vaði út í Dyrhólaey og Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070103.html
Ferð til Víkur og niður í Reynisfjöru má skoða hér: http://www.photo.is/06/09/1/index_3.html
Ferð í Reynisfjöru með Siera Club, hundur á steini + ganga á Fimmvörðuháls má skoða hér: http://www.photo.is/06/06/4/index_26.html
Svört sandfjaran á suðurströnd heillar má skoða hér: http://www.photo.is/06/07/1/pages/kps07060225.html
Reynisdrangar ásamt ýmsum dröngum út um allt land hér: http://www.photo.is/skoli/drangur/index.html
Steinarnir eru magnaðir í Reynisfjöru og margir sem taka þá með sér sem minjagripi enda rúnnaðir og fallegir hér: http://www.photo.is/skoli/ferd/pages/kps05041051.html
Aldan getur verið stór þó svo að það líti út fyrir að það sé sól og blíða hér: http://www.photo.is/07/01/2/pages/kps01070080.html
Margan bátinn hefur rekið upp á suðurströndina og hér má sjá flak sem er 2-300 metra inni á sandinum hér: http://www.photo.is/05/sam/pages/kps09050049.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Kona sem hvarf í sjó í Reynisfjöru fannst látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef komið þarna,en mindirnar þínar eru alveg stórkostlega fallegar.Takk
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 20.5.2007 kl. 13:11
Takk fyrir :)
Alltaf gaman að fá hrós fyrir vonandi vel unnið verk.
Kjartan
Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.5.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.