Brimketill - Reykjanesvirkjun - Swiming in Iceland

 

Var að lesa á blogginu hjá Agli Helgasyni pælingar um að setja upp sundlaug í miðbæ Reykjavíkur og fór þá að velta fyrir mér ýmsum hugmyndum í framhaldinu.

Í góðu veðri má finna ákjósanlega baðstaði úti á Reykjanesi, einn er "of kaldur" og hinn er "of heitur"!

Skammt frá Grindavík við Kvennagöngubása nálægt Staðarbergi má finna brimketil nokkurn. Brimketillinn er skemmtileg skálaformuð grjótarmyndun í sjávarborðinu og er einn af vinsælustu náttúruperlum á Reykjanesi. Ketillinn hefur myndast í hrauninu við ströndina. Dýpið er mest um 2 metrar og botninn bæði sléttur og þægilegur. Sagan segir að kvennfólk hafi baðað sig þarna fyrr á öldum.

Ekki langt frá þessum stað, rennur ótakmarkað af heitu vatni sem er svipað að stærðagráðu og Elliðará - ónýtt beint í sjóinn! Þar er líka hægt að baða sig - en þó aðeins á vissum stöðum!
 
En heita vatnið frá Reykjanesvirkjun rennur ónýtt beint í sjóinn. Lítið mál ætti að vera að útbúa flotta sundlaug fyrir ferðamenn við sjávarsíðuna með því að veita hitu vatni í þennan brimketil.

Ég útbjó smá video í morgunsárið sem sýnir vel aðstæður á þessum stöðum sem skoða má á Youtube hér (hægt að skoða í HD gæðum):

https://www.youtube.com/watch?v=6n4wUvfRZQ4

Það mætti hugsa sér að útbúa svona laugar við sjáfvarsíðuna í kringum Reykjavík og nágrenni þar sem hlaupafólk og fl. gætu fengið sér bað á góðum degi, en auðvelt er að láta umfram vatn renna í slíkar laugar svipað og gert er í Nauthólsvíkinni.

Nóg ætti svo að vera til af heitu vatni þegar leiðslan frá Hellisheiðarvrkjun verður komin í gagnið.

 

Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


Bloggfærslur 11. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband