Flug yfir hálendið og Lakagíga - Video

Ég var rétt í þessu að ljúka mögnuðu flugi yfir Sprengisand. En flogið var 274 km á mótordreka frá Mývatni og lent við Hótel Heklu á Skeiðum á mettíma í þoku, rigningu og hávaðaroki.

Ég tek í loftið 8:07 í morgun og lendi í kartöflugarðinum við Hótel Heklu 10:26

Meðalhraðinn var 117 km/klst og max hraði var um 182 km/klst. En flughraðinn var aðeins um 90 km/klst svo að vindhraðinn hefur verið töluverður eins og sjá má.

Ég þurfti að fara "On Topp" í 7-8000 feta hæð því að það var rigning og þoka á milli Hofsjökuls og Tungnafellsjökuls og því erfitt að komast þar í gegn.

Var heppinn að finna eina gatið upp úr ruglinu ofarlega í litlum dal rétt við Kiðagil fyrir ofan Bárðardal þar sem Skjálfandafljót rennur.

En ég var einnig á flugi yfir Sprengisand um miðja nótt fyrir 2 dögum líka. En ég þurfti að komast á Mývatn. Til að byrja með var lent um miðnætti á veginum við Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Þar var bensíntankurinn fylltur. Ég þurfti að bíða af mér rigningu sem var að ganga yfir og nýtt rigningasvæði var á leiðinni. Því var ekki um annað að ræða en að skjótast yfir sandinn um 3-4 um nóttina. Á meðan ég beið, þá fékk að leggja mig í sófa í anddyri hótelsins. Ég tók síðan í loftið við sólarupprás um 3 leitið. Lítil umferð var um svæðið eins og gefur að skilja og var magnað að fljúga við rætur Hofsjökuls þegar sólin var að koma upp. Ekki var hægt að lenda inni í Nýadal því þar rigndi og tók ég krók utan um Tungnafellsjökul og lenti kl. 5 um morgun við Gæsavötn. Þar var fólk sofandi í tjöldum og einnig bílar við skálann sem er í einkaeigu. Mótordreki er frekar hljóðlátur og vaknaði ekki neinn sama hvað ég þandi mótorinn uppi á melnum sem að ég lenti á. Ég tók upp ferðavélina og las gögn af myndavélum þarna eldsnemma um morguninn á meðan ég horfði á rigningaskýin hrannast upp í kringum Kistufell við Dyngjuháls og ekki var viðlitið að fljúga upp að Trölladyngju eða Öskju eins og ég hafði planað. Heldur þurfti ég að fljúga við jaðar rigninguna alla leið niður að Mývatni og lenti þar um kl. 7 um morgun.

Ég er ekki enn búinn að vinna myndbútanna úr þessari skemmtilegu ferð norður og læt ég því nægja að sýna myndband úr síðustu ferð inn yfir Lakagíga.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=GBccLBvYtao

En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Grímsey, Mývatni, Mýflugi og svo ferðinni yfir Sprengisand.


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Sekt fyrir utanvegaakstur á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband