SÍÐASTA FLUG MEÐ FLUGLEIÐUM

SÍÐASTA FLUG MEÐ FLUGLEIÐUM

Þær eru ófáar ferðirnar sem að ég hef flogið með Flugleiðum og á margar skemmtilegar minningar úr slíkum ferðum. Ég bý svo vel að þekkja nokkra flugmenn sem fljúga hjá umræddu flugfélagi og hef stundum fengið að sitja fram í í flugtaki og lendingu og jafnvel fengið að vera farþegi í Cargo eða flutningavél í 2-3 skipti til New York.

Það eru sérstaklega tvær ferðir sem eru mér sérstaklega eftirminnilegar.

Fyrri ferðina fór ég til Grænlands fyrir nokkrum árum síðan í eina skemmtilegust viku veiðiferð sem að ég hef farið í. Leiðsögumenn voru Þorsteinn Jónsson flugkappi og Sigurjóni loftskeytamaður. Þeir fóru fyrir hópi veiðimanna til Narsarsuaq þar sem er gömul herstöð með stórum flugvelli. Grænland var þeirra paradís á jörðu en fyrir um hálfri öld síðan, þá flugu þessir 2 flugkappar við mjög erfiðar aðstæður á þessa staði og urðu oft innlyksa vegna veðurs og fengu þeir því að kynnast náttúru svæðisins vel. Hægt er að skrifa heila bók um þessa mögnuðu ferð og tók ég mikið magn af myndum á filmu sem að ég hef því miður ekki haft tíma til að skanna inn.

Eftirminnilegt var þegar Þorsteinn fékk að fara fram í þegar þotan var yfir hábungu Grænlandsjökuls og henni var síðan flogið í lágflugi niður margra kílómetra langan skriðjökulinn og tekið létt 180° beygja inn á flugbrautina í Narsarsuaq rétt yfir risa jökum sem voru að brotna við endann á skriðjöklinum.

Þarna var Þorsteini og Sigurjóni tekið sem þjóðhöfðingjum enda líklega einu samskipti þessa fólks við umheiminn á þeim árum.

Hér má sjá kort af Narsarsuaq Airport í Grænlandi (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Narsarsuaq Airport and a small town in Greenland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Lesa má nánar um flugvöllin Narsarsuaq Airport hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Narsarsuaq_Airport

Hin eftirminnilega ferðin með flugleiðum fór ég á aðfangadag jóla 2007 og lenti þá í því að þurfa að sofa í óupphitaðri flugstöðvarbyggingunni á Heathrow flugvelli í eina nótt á meðan ég var að bíða eftir tengiflugi til Grikklands.

Ég verð að játa að það var ansi mögnuð lífsreynsla svo að vægt sé til orða tekið. Þetta var að vetri til og greinilegt að sparnaðurinn er í fyrirrúmi hjá þeim sem reka þessa frægu flugstöð í London.

Flugstöðvarbyggingarnar eru greinilega hafðar á lágmarks kyndingu á næturnar og hitastigið þessa umræddu nótt var við frostmark.

Á svona flugvöllum eru oft farþegar án "visa" sem þurfa að bíða eftir tengiflugi og fá hreinlega ekki að fara inn í viðkomandi land. Því verða slíkir ferðalangar að láta sér það gott heita að gista á miður þægilegum stöðum víða um flugstöðvarbyggingarnar.

Þessa nótt ráfaði ég ásamt "visa" lausum ferðafélaga um byggingarnar til að finna góðan næturstað og fundum einn góðan þar sem var greinilega búið að koma fyrir sérstökum svefnstólum. Fyrir utan kuldann, þá var þar svo mikil blástur frá loftræstikerfi hússins að þar var ekki líft og var því leitað af betri stað. Við fundum flott svæði þar sem fullt af fólki var búið að koma sér vel fyrir.

Við komum okkur fyrir í þægilegu horni og ekki var verra að geta stungið ferðavélinni í samband.

En kuldinn var óbærilegur!

Það vildi mér til happs að ég var með flotta dún úlpu sem ég klæddi mig í og var eins og ég væri komin í flottan svefnpoka.

Þarna lá ég íslendingurinn hróðugur innan um mikinn fjölda af fólki sem reyndi að festa svefn. Á meðan ég svaf svefni hinna réttlátu, þá tíndust flugstöðvarfarþegar af svæðinu vegna kulda og að lokum var ég einn eftir á svæðinu og steinsvaf alla nóttina þar til að ég var vakin af ferðafélaga sem hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina.

Það var greinilegt að löng reynsla Íslendingsins við að hafa sofið við misjafnar aðstæður á hálendi íslands í skálum og bílum í öllum veðrum kom sér vel í þessu tilfelli.

En í Grikklandi var tekið mikið magn af myndum og útbjó ég smá video sem sýnir brot úr ferðinni undir tónlist sem allir þekkja

Trip to Greece - Athens - Trikala - Monastery - Delphy - Olympia - ZORBA THE GREEK - Teach me dance



https://www.youtube.com/watch?v=a26vV4HO2dk

Ég tek það fram að það er töluverður hitamunur á þessum 2 svæðum!

Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tíu vildarbörn á leið í draumaferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband