ÉG VAR ÞARNA Í FYRRADAG!

Ótrúlegt að lesa svona frétt aðeins 2 dögum eftir að hafa verið á sama stað og umrædd sprengingin átti sér stað.

En ég og konan höfum nýlokið 2ja vikna ferð um Egyptaland. Við vorum nákvæmlega á þessum sömu slóðum í upphafi og lok ferðarinnar.

Á þessari mynd má svo sjá stórt plan þar sem komið er með erlenda ferðamenn í rútuförmum til að skoða þessa frægu "Al Hussein mosque" og svo versla í Khan el-Khalili markaðinum í Kaíró

One of the busiest places in Cairo, particularly during Ramadan, is the Al Hussein area which includes the Khan el-Khalili market in Cairo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá inn í þessa frægu mosku "Al Hussein mosque". En aðeins karlmenn mega koma inn í þennan hluta moskunar.

Hussein Mosque is considered one of the most important mosques in Cairo and a beautiful Islamic monument. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég tók um 4000 myndir í þessari ferð og mikið af myndum af markaðinum "Khan el-Khalili" sem er einn sá magnaðasti sem að ég hef gengið í gegnum.

Annars er magnað að ferðast um Egyptaland og margt og mikið þar að sjá fyrir ferðamenn. En það var sjokk fyrir óvanan íslending eins og mig að sjá svona mikið af hermönnum sem voru bókstaflega út um allt með alvæpni. Á sumum vegaköflum voru hlið með hermönnum með 5 km millibili til að skrá og skoða alla umferð sem átti leið um. En ég mun reyna að koma fljótlega með myndir og ferðasögu úr þessari mögnuðu ferð.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Einn látinn eftir sprengingu í Kaíró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband