KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - JÓL - Matur - 6

Ekki kemur á óvart að Kínverjar skuli vilja sækja Íslendinga heim þegar kemur að flugnámi, enda Íslendingar með langa og góða hefð á því sviði. Kína hefur vaxið svo hratt á sumum sviðum að þeir hafa hreinlega ekki undan að bæta við og mennta sitt eigið fólk. Ég sem fisflugmaður var aðeins að kíkja eftir hvort að það væri eitthvað um slíkt flug í Kína, en fann lítið um slíkt. Þarna gæti verið áhugaverður vaxtabroddur fyrir Kínverja að hefja smíði á léttum flugvélum.

Að vísu eru þeir komnir langt með að smíða sínar eigin stórar þotur og voru að prófa eina slíka um daginn með góðum árangri. En svo að ég haldi áfram með dagbókina úr Kínaferðinni, þá læt ég hana fylgja með hér á eftir:

En fyrstu myndina má svo tengja flugi fyrir þá bloggara sem hafa áhyggjur af tengingum hjá mér við fréttir dagsins :)

Dagur - 6 / Day - 6 24. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Lítið fór fyrir jólahátíð hjá mér eins og haldin er á Íslandi í Kínaferðinni.

Spurning um að sýna mynd af þessum mat hér. En hænulappir eru æði góðar og fékk ég þær í mismunandi útfærslu. Í Kína er greinilega ALLT borðað. Enda er þetta ekkert annað en prótein og holl næring með mismunandi útliti.

Shanghai chicken legs. Chicken Legs with barbecue Sauce! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Farið yfir texta í dagbók og stillt lýsing og litur í myndum sem búið er að taka í ferðinni. Hjálpaði félaga heima á Íslandi með ýmis mál eins og kaup á 20 km af ljósleiðara og endabúnaði fyrir ljósleiðaratengingu.

Fórum aftur í litlu Risatölvubúðina og lá leiðin beinnt á veitingastaðinn. Núna pantaði Heng mat sem við þurftum að elda sjálf! Á borði var borið mikið magn af hráu fæði og svo lítil tölvustýrð eldavél.

Síðan elduðum við matin sjálf og settum í tvöfalldan pott. Annar helmingurinn sterkkrydduð súpa og svo hin núðlusúpa. Resturant in Digital Malls Shanghai Metro City - 美罗城. Shanghai’s PC Mall - 5 Stories of Computer and Electronic Goodness - huge 5 story mall - http://www.shmetrocity.com/ Shanghai Pacific Digital Plaza - 太平洋数码广场 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Í "litlu" dótabúðinni leitaði m.a. af heyrnatóli með míkrófóni sem væri þráðlaust (fann eitthvað um 10 mismunandi gerðir). Hægt var að fá þau í mismunandi gerðum eins og Bluetooth, RF, WiFi, VoIP, FM.

Var að leita að þægilegri og einfaldri lausn þar sem væri hægt að nota slíkan búnað sem leiðsögumaður eða sem Skype síma á tölvu. Þarna var hægt að finna endalaust af heyrnatólum fyrir tölvur. I was looking for special wifi headset. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Annað eins úrval er líklega hvergi til í heiminum, enda búðin upp á heilar 11 hæðir.

Seinna um daginn spjallaði ég við Kristján B. Ómarsson félaga minn á Skype sem hannaði m.a. "Íslenska Blöndunginn" (www.tct.is) og er hér úti í Kína í borginni Weihei. Hann er að vinna að hönnun á nýjum báti fyrir fyrirtæki sem heitir www.scandic.is (Benedikt G. Guðmundsson framkvæmdastjóri). Þeir eru saman að vinna að fullt af sniðugum hugmyndum í samstarfi við aðila í Dubay.

Annars fór lítið fyrir jólahaldinu hjá Kínverjum en þó hafði pabbi Heng áhyggjur af því hvort að ég þyrfti jólagjöf og hristi ég bara hausinn og brosti enda kunni hann ekkert í ensku og ég því síður í kínversku nema einstök orð.

Að vísu rakst ég á þessar dömur hér í jólasveinabúningum á básnum hjá Sony Ericsson símafyrirtækinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Um kvöldið, þá var eiginkonu bróðir pabba Heng í heimsókn hjá okkur og sáu gömlu hjónin um að galdra fram enn eina stórmáltíðina.

Big Chinese launch with some family members. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Kínverjar koma í flugnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - Metro lestakerfið - Matur - 5

KÍNAFERÐ - Shanghai - Metro lestakerfið - Matur - 5

Dagur - 5 / Day - 5

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Dagur-5

Nú er 23. des. 2008 og kvöldið áður var viðburðaríkt. En þá við fórum í Mall eða "litla verslunarmiðstöð"

Shanghai is hailed as the "Shopping Paradise" and "Oriental Paris". Offering some of the best shopping in the whole of China, Shanghai truly is a shopaholics dream (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



að lokinni verslunarferð var neðanjarðarlestin tekin heim á leið og var vel troðið og mátti sjá folkið ryðjast út úr yfirfullum lestunum á háanna tíma.

The Shanghai metro is one of the youngest in the world and among the most rapidly expanding. Total length of 227 km, with 161 stations and 8 lines! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



En svona lestakerfi getur verið gríðarlega afkastamikið

Daily shanghai Metro ridership averaged 3.065 million in 2008 and set a record of 4.307 million on December 31, 2008. Fares ranged from 3 yuan for journeys under 6 km, to 8 yuan for journeys over 46 km. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá tók við að venju flottur kvöldverður. Kínverskt snakk er mjög fjölbreytt. Hér má sjá hnetur, sykurreyr og litlar mandarínur (allt borðað og börkurinn líka)

Þurkuð fiskbein var eitt það besta snakk sem að ég hef borðað (fín viðskiptahugmynd fyrir íslendinga) og svo er það meinholt. Shanghai dry fishbone snack! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn byrjar rólega með flottum morgunmati að venju og núna með nýbökuðum grænmetisfylltum brauðbollum ásamt súpu og hrísgrjónafylltum bollum

I definitely love Shanghai breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Tókum strætó niður í miðbæ. Hér má sjá verktaka vera að hreinsa strætó rétt á mean beðið er eftir því að fara í næstu ferð. Gaman var að fylgjast með mannlífinu út um gluggann á leiðinni sem tók rúma klukkustund. Það var ótrúlegt að sjá hverja risabygginguna á fætur annarri líða framhjá og hvernig búið var að lyfta upp heilu vega- og lestarkerfi sem sumstaðar var á mörgum hæðum.

Shanghai bus system. Shanghai has more than 1000 formal bus lines. Ordinary buses charge 1yuan (not more than 13km) or 1.5 (over 13km), and if air-conditioned, 2yuan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við skoðuðum okkur um og litum í nokkrar búðir. Fengum okkur 5 rétta hádegismat og voru lappir af hænu inni í því prógrammi. Keyptum ýmislegt smávægilegt eins og snakk sem mikið er til af nema bara mun hollara en Íslendingar eiga að venjast. Þar var mikið af þurrkuðum ávöxtum, hnetum og annarri góðri hollustu. Fórum í tebúð, þegar aðrar þjóðir drekka kaffi þá drekka Kínverjar te og er mikil menning fyrir slíku.

Maður rakst reglulega á fátækt fólk sem var að betla. Oft eru það einstæðar mæður með börn sem eru ný komin utan að landi til að leita eftir nýju og betra lífi í stórborginni

I saw beggars on the streets everyday in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Máttur auglýsinganna er mikill í Shanghai borg. Það er meira að segja farið að borga sig að setja upp risa TV skjái eins og sjá má á þesari mynd með jöfnu millibili eftir endilangri götunni

Shanghai, city of advertisement :) You see advertising everywhere on cars, houses, ... even on ships and aircraft! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Merkilegt að sjá þessi risa steypuumferðarmannvirki á mörgum hæðum út um alla borg

Shanghai Concrete Industry is ... unbelievable! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Við enduðum þó á Starbucks (fyrsta skiptið fyrir mig) og fengum okkur café latté og café með súkkulaði ásamt upphitaðri bollu. Þetta kom sér vel því að kuldinn var orðin óbærilegur eða um -5 °C.

Við stóðum okkur hreinlega af því að fara inn í búðir til að ná okkur í smá hita. Keyptum 3 bækur í einni risabókabúð. Magnað að sjá mikið úrval af ýmsum sérbókum um forritun, sérhæfð teikniforrit m.m. og þær voru ALLAR á Kínversku eins og aðrar bækur í búðinni. My first time in Starbucks was in Shanghai ... I have to say I luvvvvvvv (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar heim var komið, þá beið kvöldmatur klár sem voru rif og lambakjöt í súpu ásamt baunasallati.

The best Shanghai dinner. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Dagurinn hafði annars góðan endi, búið var að panta tíma fyrir okkur nuddstofu um kvöldið. Það fólst í baknuddi, fótnuddi og síðan heilnuddi. _ Byrjað var á því að setja fæturna í mjög heitt vatn í tréstamp til að mýkja húðina. Því næst voru fæturnir skafnir með tréhníf (til að fjarlægja óþarfa sigg). Næst var sett sterkt efni undir plast rétt fyrir neðan hnésbæturnar sem gerði það að verkum að það var eins og fæturnir loguðu á meðan á nuddinu stóð.

I got a great foot massage in Shanghai with hot bath and full body massage (2 hrs. program!) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Nuddið tók 2 x 60 mín. og kostaði ¥100 (x17) og það lá við að það þyrfti að styðja mann út eftir alla þessa upplifun.

Kvöldmaturinn var svo að venju margrétta niðurskorin önd ásamt svínakjöti og allt á beinum sem að maður dundaði sér við að naga. Verð að viðurkenna að ég saknaði að fá ekki skötu :|

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html
mbl.is Ár vinnusemi að ganga í garð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband