STAÐARSKÁLI - HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR

Hér er hinn "nýi" Staðarskáli að rísa í botni Hrútafjarðar þar sem búið er að leggja nýjan veg fyrir botn fjarðarins ásamt nýjum brúm

Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hótelinu sem reis á einni nóttu. En hótelið var flutt á staðinn yfir nótt.

Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En annars stóð til að leggja veginn yfir hér á milli þessara tveggja eyra eða frá Reykjatanga þar sem Reykjaskóli er að norðanverðu yfir á Kjörseyrartanga sem er sunnan megin og nær á myndinni (spurning hvar sú framkvæmd er stödd í kerfinu?).

Í síðari heimsstyrjöldinni var breski herinn með stóran herkamp eða um 100 bragga á Reykjatanga í Hrútafirði. Á sínum tíma varð alvarlegt slys þegar hermenn voru að sigla á bát yfir fjörðinn og dóu þá margir hermenn þegar báturinn sökk (ef einhver bloggari þekkir betur söguna, þá væri fróðlegt að fá alla ef hægt er). Picture of Reykjatangi and Kjorseyrartanga in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni

1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Ekið á hross í Hrútafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU ÍSLENDINGAR AÐ LESTARVÆÐAST :)

Það er gaman að íslendingar eru loksins byrjaðir að taka við sér og huga að lestarvæðingu landsins. Flott hjá Borgarholtsskóla að að taka málið föstum tökum eins og lesa má í umræddri frétt á mbl.is.

Ég hef verið í ýmsum pælingum og hugmyndarvinnu um lestarvæðingu landsins og má m.a. lesa um eina af mörgum hugmyndum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um þetta málefni. Auk þess að hafa sótt um fullt af styrkjum til að þróa svipaðar hugmyndir og komið allstaðar að lokuðum dyrum að þá er greinilegt að það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi þegar kemur að því að sækja í "pólitískt" stýrða sjóði skattgreiðanda :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband