NÝJAR MYNDIR AF LUNDA , LÁTRABJARG, DRANGEY OG REYNISDRANGAR

Hér geispar lundinn eftir að vera búinn að slappa af í holunni sinni

Best er að skoða lundana snemma að morgni eða seinni part dags og fram að kveldi. The Atlantic Puffin (Fratercula arctica) is a seabird species in the auk family. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lundi (fræðiheiti: Fratercula arctica) er fugl af svartfuglaætt. Latneska heitið Fratercula merkir „smábróðir“ og vísar til litarins á fjaðraham fuglsins sem minnir á klæðnað munka.

Lundinn er líka oft kallaður „prófastur“ eða „prestur“ á íslensku. Ekki slæmt að liggja í kvöldsólinni í flottu veðri á Látrabjargi. Við íslands strendur er eitt mesta lundavarp í heiminum. Lundar eru sjófuglar sem kafa eftir æti. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lundinn er hvað þekktastur fyrir skrautmikinn og litríkan gogg. Goggur lundans er marglitur og röndóttur um fengitímann.

Goggurinn er stór og kraftmikill og hentar vel til að grafa djúpar holur í jarðveginn og veiða mörg síli í einu. En það er full vinna að fæða unganna á meðan þeir eru að vaxa úr grasi. Atlantic Puffin's most obvious characteristic is its brightly colored beak during the breeding seasons. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Smáatrið náttúrunnar geta oft verið ótrúleg. Lundi er algengastur fugla á Íslandi og telur um 10 milljónir.

Þekktir varpstaðir eru Vestmannaeyjar (um 4 milljón fuglar), Látrabjarg, Drangey ... Icelandic puffins have got nicknames such as "clown of the ocean" and "sea parrot". (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér labbar lundinn ofan í holuna sína. Lundinn gerir sér hreiður efst bjargbrún þar sem jarðvegur er nægur. Þar grefur hann sér svo djúpa holu.

Holan getur verið allt að 1.5 m á dýpt og í endanum geta verið tvö rými, annað fyrir egg eða unga en hitt fyrir úrgang. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur lundi inn til lendingar á bjargbrún. Lundi er einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn og „heimabyggð“ ævilangt.

Ekki er auðvelt að hafa stjórn á þungum búk með litlum vængjum. The puffin is mainly white below and black above, with gray to white cheeks and red-orange legs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vængirnir eru ekki stórir, enda þarf lundinn að flögra vængjunum ótt og títt til að halda sér á lofti

Lundinn er hraðfleygur fugl og því erfitt að mynda hann á flugi. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Félagslífið, eða líklega ástarlífið er blómlegt hjá lundanum

hér eru líklega tveir karlkyns lundar að slást um eina dömuna. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki spurning að lundinn er flottur fugl

Hér horfir lundinn út yfir sjóinn. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar vinsæll staður þar sem ferðamenn koma er út í Dyrhólaey og svo á þennan stað sem er uppi á Reynisfjalli.

Hér má sjá lunda upp á Reynisfjalli með Reynisdranga í baksýn. Picture of puffin in Iceland with Reynisdrangar in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar þekktur staður þar sem að ég náði að skoða lundann í sumar var úti í Drangey í Skagafirði. Ég mæli hiklaust með öllum sem hafa áhuga á að skoða lundann nánar, að reyna að komast út í eyjuna með Drangeyjarjarlinum, Jón Eiríksson frá Fagranesi.

Fjölskylda Jóns hefur verið með ferðir út í eyjuna "þegar vel viðrar". Picture of puffins in Drangey in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hæð: um 20 cm
Þyngd: um 500 gr.
Bæði kynin : Eins
Meðal aldur: 25 ár
Flughraði: 80 km
Meðal köfunardýpi: 10 m
Mesta köfunardýpi: 60 m
Tími í kafi: 3 - 40 sek.
Fjöldi eggja: 1
Stærð eggja: 6.3 x 4. 5 cm (á stærð við hænuegg)
Litur eggja: Hvítur með brúnleitum yrjum
Verpir í fyrsta sinni: 5 til 6 ára gamall
Aðalvarptíminn hefst um 20. maí og stendur fram í fyrstu viku júní.
Útungun: 40 dagar
Unginn (pysja) yfirgefur hreiðrið: um 45 daga gamall
Útungunartíminn er u.þ.b. sex vikur og líða svo sex til sjö vikur frá því að pysjan kemur úr eggi og þar til hún yfirgefur hreiðrið.
Lundinn veiðir að jafnaði tíu sinnum á dag með 4 - 20 sandsíli eða fiskseiði í goggnum hverju sinni.


Sjá má annað blogg hjá mér um lundann hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/511281/

En eins og fram kemur í greininni, þá er lundi herramanns matur.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Gordon Ramsey veiðir lunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband