FERÐ Á SÓLHEIMAJÖKUL, ÍSHELLIR - MYNDIR

Til að ganga á ís, þá þarf að vera vel búinn bæði með ísexi, hjálm, mannbrodda og öryggislínu þegar aðstæður eru mjög varhugaverðar

Hér má sjá hóp á göngu á Sólheimajökli. Þangað fer mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári. It is poppular to hike to Solheimajökull glacier (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður svelg í jöklinum.

Svelgur myndast þegar vatn byrjar að renna niður um þrönga sprungu sem vatnsflaumurinn stækkar síðan smátt og smátt. Pictures of "Svelgur" in Sólheimajökull glacier. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég hef farið ófáar ferðirnar inn að Sólheimajökli og hér má sjá seríu af myndum áður en íshellinum var lokað í apríl 2007

Íshellir í Sólheimajökli. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þau eru mörg ótrúleg listaverkin sem finna má í jöklum landsins

Ég sé ekki betur en að þetta sé hákarlshöfuð sem vatnið fossar út um ginið á. Pictures of sharkhead made by ice in icecave in glacier Solheimajökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hóp af ánægðum ferðamönnum frá Danmörku við íshellinn í Sólheimajökli

Mikil hætta getur verið á hruni í íshellum og þá sérstaklega þegar líða tekur að sumri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það þarf ekki að vera stór til að fá að ganga á ís

Þessi litla dama stillir sér upp til að láta mynda sig á Sólheimajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá búnað sem notaður er til að ganga á ís

Hjálmar, ísexur og mannbroddar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferð gönguleiðsögumanna á Sólheimajökul þar sem æfð var notkun á klifurbúnaði

Hér er gengið á ís með kennara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Djúpblár litur hellisins getur verið fallegur þegar dagsbirtan nær að skína í gegn

litadýrðin í íshellinum í Sólheimajökli. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá frétta og blaðamenn frá Japan við myndatöku í íshellinum í Sólheimajökli

Japönsk kona stillir sér upp við stórt gat í íshellinum sem er stór svelgur myndaður með rennsli vatns. Íshellirinn sjálfur myndast þar sem árfarvegur jökulsárinnar rann. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Sóttu slasaðan ferðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband