MYNDIR FRÁ ÞINGVÖLLUM - ÖXARÁ OG ÖXARÁRFOSS Í KLAKABÖNDUM

Svona til að minna á fyrsta þjóðgarð okkar Íslendinga, þá má sjá myndaseríu sem að ég tók í góða veðrinu fyrir nokkrum dögum síðan.

Hér byrjuðum við félagarnir að ganga fram á brún Almannagjár þar sem Öxará fellur fram af og myndar fossinn Öxará. Fossinn mun víst vera manngerður af víkingum sem vantaði vatn niður á flatirnar fyrir neðan til að brynna mönnum og skepnum.


Á brún við Almannagjá á Þingvöllum þar sem Öxarárfoss fellur fram af (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hefðbundna mynd af fossinum Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víðmynd eða panoramamynd af Öxarárfossi


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú fer að líða að vori og leysingar lita eða grugga vatnið. Hér má vel sjá hraðan á vatninu sem streymir fram hjá linsu myndavélarinnar


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Áin Öxará og fossinn Öxárárfoss eru greinilega enn í klakaböndum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki er auðvelt að taka myndir af fossinum sökum úða og sterks skyn sólarinnar. Hér má svo sjá mynd af flúðum aðeins lengra frá fossinum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lyngdalsheiðarvegur boðinn út í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband