LITLA FLUGAN

"Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi"

eða

"Ekki þarf nema lítinn neista til að kveikja mikið bál"

eða

"Margt smátt gerir eitt stórt"

Spurning um að bæta þessum við safnið

"Getur vængjablak fiðrildis í Brasilíu valdið hvirfilbyl í Texas?"

Það minnir mann svo aftur á lagið:

"Litla flugan"

Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir íturvaxinn snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga
Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt
og þó ég ei til annars mætti duga
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

Lag og texti: Sigfús Halldórsson / Sigurður Elíasson

Svona getur nú lífið og náttúran verið skrítin!

Hvaða foss ætli þetta sé?

Fallegur þekktur foss á sunnanverðu landinu, sumir segja að Hallgrímskirkja fái að hluta til hönnun sína frá þessum fossi, hvað heitir hann :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo annar foss ekki síður fegurri

Foss í Reykjadal, skammt frá þar sem áformað er að reisa Bitruvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilega til einhver slatti af fallegum fossum á Íslandi

Hvar skildi þessi nú vera? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki eru allir fossar til fjár, nema ef vera skildi þessi hér

Hvað ætli hafi orðið um þennan foss? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars biðst ég forláts á því að hlaupa svona úr einu í annað í þessu bloggi :|

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Höfundur „fiðrildaáhrifanna“ látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDAGETRAUN - HVAÐA BÚNAÐUR ER ÞETTA :)

Spurning dagsins, hvaða búnaður er þetta, hvar er hann og hverju tengist hann?

Myndagetraun, hvaða búnaður er þetta, hverju tengst hann og hvar er hann :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



mbl.is Miðbær í stað sementsturna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband