ÍSLENSKIR EMBÆTTISMENN FULLIR Í VINNUNNI?

NÚ ER ILLA KOMIÐ FYRIR ÍSLENSKUM EMBÆTTISMÖNNUM OG EKKI Í FYRSTA SKIPTIÐ OG HELDUR EKKI ÞAÐ SÍÐASTA!

Hér er enn eitt skýrt dæmi um sofanda- og sauðshátt íslenskra embættismanna. Embættismenn sem fá að vinna aga- og eftirlitslaus út í eitt og þurfa aldrei að taka ábyrgð á einu né neinu í gerðum sínum.

Íslendingurinn, Sævar Óli Helgason, hefur því miður undanfarnar fjórar vikur búið á heimili í Danmörku fyrir pólitíska flóttamenn. Hann hefur óskað eftir hæli í Danmörku vegna þeirra ofsókna sem hann segist hafa orðið fyrir frá íslenskum embættismönnum.

Þar sem ALDREI hefur þurft að virða eitthvað sem kallast stjórnsýslulög á Íslandi, þá er ekki nema von að venjulegt fólk þurfi að grípa til svona óyndis úrræðis.

Því miður á fólk eins og Sævar litla möguleika á að leita réttar síns hér á landi þar sem íslenskar eftirlitsstofnanir, lögmenn og stjórnmálamenn sem eiga að passa upp á svona mál eru ekki starfi sínu vaxnir.

Ísland á heimsmet miða við höfðatölu í fjölda mála sem þarf að senda til Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru hvað eftir annað tekin með buxurnar niður á hæla þegar sjálfsögð mannréttindi eru annars vega!

Hver ætli sé ástæðan?

Gæti hún verið sú að Íslendingar eru sérfræðingar í að útbúa ýmiskonar nefndir sem taka í raun aldrei á neinum málum samanber Breiðavíkurmálið.

Hvað ætli séu mörg slík máli í gangi á Íslandi í dag?

Grein sem birtist á visir.is. Spurning hvort að aðrir fjölmiðlar muni beita þöggun í þessu máli?

Grein á visir.is um ofsóttan flóttamann, Sævar Óla Helgason í baráttu við Íslensk stjórnvöld (smellið á texta til að sjá grein)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fullur á skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband