HUGMYND FYRIR NÝJAN SKIPULAGSSÉRFRÆÐING :)

Mikið er það flott að það skuli vera komin skipulagssérfræðingur og arkitekt við stjórnvölin í borginni. Einnig er ótvíræður kostur að hún skuli líka hafa áhuga á umhverfi og landvernd.

Það er staðreynd að samgöngumál og skipulag er það sem verður sett á oddinn í borgarmálum á næstunni og er þá ekki vel við hæfi að kasta fram þessari hugmynd hér :)

Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni?

Hér er hugmynd að einu slíku:

Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.

Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:

Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur

Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?

Reykjavíkurborg á að stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og kaupa þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.

Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.

Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa daganna.

Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.

Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum vera eitthvað um 2 ár

Nú er bara að bíða og sjá hvað Ólöf Guðný Valdimarsdóttir nýráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra muni taka sér fyrir hendur á næstu vikum :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband