7.2.2008 | 23:20
LAUFÁS KIRKJUSTAÐUR - MYNDIR
Í Laufási í Grýtubakkahreppi hefur verið byggð upp flott aðstaða fyrir ferðamenn og er í dag rekið þar kaffihús, safn og falleg kirkja.
Hér má sjá flott samkomuhús sem býður upp á kaffi og heimabakað bakkelsi eins og það gerist best í sveitinni.

Kaffihús og samkomuaðstaða fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í Laufási er uppgerður torfbær sem gerður hefur verið að myndarlegu safni

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auk kaffiaðstöðu, þá geta ferðamenn keypt ýmsan varning og íslenskt handverk í Laufási

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar inn í bæinn er komið, þá má sjá húsgögn og annan búnað frá byrjun síðustu aldar

Húsgögn frá byrjun síðustu aldar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna má sjá uppgert hlóðaeldhús að íslenskum sið, en svona eldhús voru til í mismunandi útfærslum

Hlóðaeldhús að gömlum íslenskum sið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Allur matur var unnin á heimilinu og hér má sjá aðstöðuna þar sem ýmsar vörur voru unnar úr kúamjólkinni.
Hér var rjóminn skilin frá mjólkinni og eftir sat undarennan sem var notuð til drykkjar, skyrframleiðslu og til að geyma súrmat í.
Úr rjómanum var strokkað smjör og einnig var búinn til ostur ásamt öðru góðmeti.

Aðstaða til að vinna ost, smjör, skyr og fl. úr kúamjólk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er ekki langt síðan svefnaðstaða flestra Íslendinga leit svona út. Svefnherbergi þess tíma var kallað baðstofa.

Baðstofa á safninu í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Laufáskirkja björt að innan, snyrtileg og einföld að allri gerð.

Laufáskirkja í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Handverk frá sveitungum er selt í byggingu sem er til hliðar við safnið

Handverk og hannyrðir eftir sveitunga í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo í lokin, þá má sjá hér loftmynd af svæðinu sem um ræðir í fréttinni sem deilurnar snúast um

Loftmynd af Laufási í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við skulum vona að kirkjunnar menn láti fjölskylduna ekki út á guð og gaddinn og sýni sitt kristilega innræti í þessu máli.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hér má sjá flott samkomuhús sem býður upp á kaffi og heimabakað bakkelsi eins og það gerist best í sveitinni.

Kaffihús og samkomuaðstaða fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í Laufási er uppgerður torfbær sem gerður hefur verið að myndarlegu safni

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auk kaffiaðstöðu, þá geta ferðamenn keypt ýmsan varning og íslenskt handverk í Laufási

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar inn í bæinn er komið, þá má sjá húsgögn og annan búnað frá byrjun síðustu aldar

Húsgögn frá byrjun síðustu aldar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna má sjá uppgert hlóðaeldhús að íslenskum sið, en svona eldhús voru til í mismunandi útfærslum

Hlóðaeldhús að gömlum íslenskum sið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Allur matur var unnin á heimilinu og hér má sjá aðstöðuna þar sem ýmsar vörur voru unnar úr kúamjólkinni.
Hér var rjóminn skilin frá mjólkinni og eftir sat undarennan sem var notuð til drykkjar, skyrframleiðslu og til að geyma súrmat í.
Úr rjómanum var strokkað smjör og einnig var búinn til ostur ásamt öðru góðmeti.

Aðstaða til að vinna ost, smjör, skyr og fl. úr kúamjólk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er ekki langt síðan svefnaðstaða flestra Íslendinga leit svona út. Svefnherbergi þess tíma var kallað baðstofa.

Baðstofa á safninu í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Laufáskirkja björt að innan, snyrtileg og einföld að allri gerð.

Laufáskirkja í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Handverk frá sveitungum er selt í byggingu sem er til hliðar við safnið

Handverk og hannyrðir eftir sveitunga í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo í lokin, þá má sjá hér loftmynd af svæðinu sem um ræðir í fréttinni sem deilurnar snúast um

Loftmynd af Laufási í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við skulum vona að kirkjunnar menn láti fjölskylduna ekki út á guð og gaddinn og sýni sitt kristilega innræti í þessu máli.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Gert að flytja húsið frá Laufási |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 8.2.2008 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)