BLÁR DRYKKUR Í BOÐI BLÁA LÓNSINS - MYNDIR

Bláa Lónið er dæmi um viðskiptahugmynd sem gekk flott upp.

Það virðist vera sama hvað fundið er upp á að gera á þessum stað. Það gengur bókstaflega allt upp. Þarna er stórt raforkuver, heitt vatn fyrir byggðarlögin í kring, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þar sem fólk getur baðað sig, heilsustöð fyrir þá sem eru með húðsjúkdóma og svo eru framleiddar snyrtivörur í stórum stíl úr afurðum lónsins.

Aðdráttarafl þessa staðar er með ólíkindum og magnað að það skuli vera hægt að fá 400 þúsund ferðamenn til að baða sig á þessum stað á hverju ári!



Drykkir í boði Bláa Lónsins

Hér er þjónustan í Bláa Lóninu flott og gestum boðið upp á Bláan drykk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Loftmynd af svæði hitaveitunnar - horft til suðausturs

Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af svæði hitaveitunnar - horft til suðausturs

Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hitaveitan er með flott safn eða sýningu í "Gjánni" sem er opin öllum og er mikið notað af ferðahópum. Sýningunni er komið hagalega fyrir í sprungu þar sem myndir með útskýringum skýra hagalega frá öllu sem þarna er að gera og hvernig gufuorkan er framkvæmd.

Gjáin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig er boðið upp á ýmsa aðra þjónustu eins og fundaraðstöðu í litlum sal

Fundaraðstaða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


eða þá fundaraðstöðu í fyrir stærri hópa í stórum sal

Fundaraðstaða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En ef klikkað er á þessar myndir þá er hægt að klikka aftur á myndirnar á síðunni sem kemur upp og er þá hægt að skoða svæðið allt í 360°myndum.

Að auki er rekin ýmis önnur starfsemi á svæðinu eins og heilsuhæli, snyrtivörugerð, Bláa Lónið, og hitavatnsframleiðsla fyrir byggðirnar þarna í kring. Hér má sjá inn í einn af mörgum sölum veitunnar en þetta eru hringmyndir sem notaðar voru í auglýsingagerð fyrir Sagafilm á sínum tíma.

Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rörin og pípurnar í kringum svæðið getur verið sannkallað listaverk

Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gaman er að taka næturmyndir af gufunni sem streymir úr rörunum - Slík myndataka gefur oft skemmtilega stemmingu

Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bláa lónið springur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband