HEFÐI EKKI VERIÐ NÆR AÐ STYTTA 109 DAGA SUMARFRÍ ÞINGMANNA?

Hræsni og ósvífni þeirra sem starfa á hinu háa Alþingi Íslendinga á sér engin takmörk. Með ráðningu á aðstoðarmönnum þessu fólki til handar, er í raun ekki verið að gera annað en að færa þingmenn lengra frá fólkinu og stækka báknið og samskiptaleiðirnar enn meira.

Hvernig væri nú að þetta fólk sem er að bjóða sig fram til að sinna þessum opinberu störfum færi nú að vinna vinnuna sína.

Best hefði verið að fækka þingmönnum, ráða reyndan og vel skipulagðan framkvæmdastjóra sem sæi síðan til þess að þingmenn mættu í vinnuna sína á tilsettum tímum. Svo yrði sett upp tímaskráningakerfi eins og viðhaft er í mörgum vel reknum fyrirtækjum landsins.

Því næst yrðu Þingmenn látnir færa vinnudagbók sem yrði aðgengileg fyrir alla á netinu. Þá fyrst væri hægt að sjá hvað þingmenn hefðu í raun fyrir stafni.

Það mætti segja mér að þá kæmi ýmislegt fróðlegt í ljós varðandi störf þingmanna sem þyldi vart dagsins ljós.

Sem dæmi, þá bíð ég enn eftir svörum frá Allsherjarnefnd Alþingis og Forsætisnefnd Alþingis varðandi kvörtun sem borin var undir þessa aðila vegna alvarlegra brota stjórnsýslunar.

Ég efa ekki að hefði ég réttu tengslin eins og hin lögfræðimenntaða Jónína Bjartmarz, að þá væri mínum málum betur komið innan kerfisins.


mbl.is Aðstoðarmenn í fullu starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband