ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?


Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is


12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.

12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.


Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.


Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband