23.1.2008 | 08:38
ÓRÓAR Í GRINDAVÍK - MYNDIR

Eldfjallið Þorbjörn við Grindavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Eldfjallið Þorbjörn við Grindavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við rætur Þorbjörns er svo Bláa Lónið staðsett enda stutt niður á heita hraunkvikuna sem er þar undir.
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Jörð skelfur við Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2008 | 06:51
HÉR ER PLOTTIÐ - PÓLITÍSKUR HRÁSKINNALEIKUR :)
Getur hugsast að allt þetta upphlaup í borgarmálum sé útpælt hjá Sjálfstæðismönnum.
- Til að byrja með þá þurfti að sprengja það samstarf sem nú er sprungið með einhverju móti og til verksins var valin Ólafur F. Magnússon
- Þegar aðeins er liðið á nýja samstarfið, þá verður búin til óbrúanlegur ágreiningur og nýja samstarfið verður látið springa
- Þá myndast ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og núna til að semja við hvern sem er. En nú er búið að sá svo mikilli óánægju og vantrausti á milli hinna flokkanna sem hafa ekki lengur fleiri möguleika á nýjum meirihluta og eftir stendur:
Sjálfstæðisflokkurinn kemst í oddastöðu til að velja sér raunverulegan samstarfsflokk þar sem hvorki F-listinn né Framsókn eru inni ... :)
- Er ekki hluti af pólitíkinni að eyða pólitískum andstæðingum?
Við skulum sjá hvert framhaldið verður.
Nema þetta endi allt með nýjum kosningum - en þá munu ákveðnir flokkar tapa stórt!
Kjartan
![]() |
Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)