20.1.2008 | 12:26
ÞJÓÐARGRAFREITURINN FYRIR FISCHER - MYNDIR
Þessa dagana er verið að ræða hvar best sé að jarða einn fremsta skákmann sögunar og skáksnillinginn "okkar" Bobby Fischer. Virðist umræðan að mestu snúast um að hann verði jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar.
Staðurinn er fyrir margt merkilegur og ófáir ferðamennirnir sem hafa virt fyrir sér þennan undarlega grafreit. Guðjón Samúelsson hannaði grafreitinn á sínum tíma og var Einar Benediktsson jarðaður þar árið 1940 og einhver bein sem talin væru af Jónasi Hallgrímssyni árið 1946.
Ég sé ekkert að því að leifa einum mesta skáksnillingi sögunar að fá að hvíla í friði á þessum stað - Um að gera að hafa smá fjölbreytni í þessu eins og öðru. Mikið var haft fyrir því að setja upp friðarsúlu í Viðey og sýnist mér allt stefna í að hún verði eitt helsta tákn borgarinnar.
Hér má svo sjá nokkrar myndir af reitnum sem um ræðir og er ég ekki frá því að þarna sé heiðið tákn á ferð. Ef af þessum gjörningi verður, þá munu blandast mörg ólík trúarbrögð þarna saman á einum stað - sem er hið besta mál :)

Bobby Fischer verður hugsanlega jarðsettur á þessum stað við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá loftmynd af svæðinu. En í heiðnum siðum voru hringir mikið notaðir við trúarlegar athafnir. Jónas og Einar hvíla við endan á krossinum sem næstur er kirkjunni.

Bobby Fischer verður hugsanlega jarðsettur á þessum stað við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þingvallakirkja og Þingvallabærinn sem er að hluta til sumarhús forsætisráðherra og aðstaða fyrir þjóðgarðsverði

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Staðurinn er fyrir margt merkilegur og ófáir ferðamennirnir sem hafa virt fyrir sér þennan undarlega grafreit. Guðjón Samúelsson hannaði grafreitinn á sínum tíma og var Einar Benediktsson jarðaður þar árið 1940 og einhver bein sem talin væru af Jónasi Hallgrímssyni árið 1946.
Ég sé ekkert að því að leifa einum mesta skáksnillingi sögunar að fá að hvíla í friði á þessum stað - Um að gera að hafa smá fjölbreytni í þessu eins og öðru. Mikið var haft fyrir því að setja upp friðarsúlu í Viðey og sýnist mér allt stefna í að hún verði eitt helsta tákn borgarinnar.
Hér má svo sjá nokkrar myndir af reitnum sem um ræðir og er ég ekki frá því að þarna sé heiðið tákn á ferð. Ef af þessum gjörningi verður, þá munu blandast mörg ólík trúarbrögð þarna saman á einum stað - sem er hið besta mál :)

Bobby Fischer verður hugsanlega jarðsettur á þessum stað við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá loftmynd af svæðinu. En í heiðnum siðum voru hringir mikið notaðir við trúarlegar athafnir. Jónas og Einar hvíla við endan á krossinum sem næstur er kirkjunni.

Bobby Fischer verður hugsanlega jarðsettur á þessum stað við hlið Jónasar Hallgrímssonar og Einars Benediktssonar á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þingvallakirkja og Þingvallabærinn sem er að hluta til sumarhús forsætisráðherra og aðstaða fyrir þjóðgarðsverði

Þingvallakirkja og Þingvallabærinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fischer grafinn á Þingvöllum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.1.2008 | 11:13
Gott dæmi um snilld í markaðssetningu :)
Hér ríða Danir á vaði með flotta hugmynd til að markaðssetja og auka fræðslu á kynferðismálum.
Þetta hefur löngum verið málefni eða tabú sem fæstir þora að bera á borð í opinberri umræðu.
Kynlíf er einn sterkasti drifkraftur mannlegra samskipta og hefur mannskepnan lagt mikið á sig til að uppfylla þær þarfir.
En hver hefur svo sem ekki stundað sjálfsfróun?
Kjartan
![]() |
Danmerkurmót í sjálfsfróun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)