13.9.2007 | 21:02
Hæstu byggingar heims - Myndir


Burj Dubai - Dubai Tower
Taiwan
Byggt frá 2005-2009
Hæð : 555.3 m (1,822 ft) (13 sep. 2007) - verður 818 metrar (2,684 ft)
Hæðir : 162
Kjallarahæðir : ?
Lyftur : ?
Í Burj Dubai - Dubai Tower verða veitingahús, líkamsræktarstöð, skrifstofur, rannsóknarstofur, bókasafn og ráðstefnusalir.

Tapei 101
Taiwan
Byggt frá 1999-2004
Hæð : 509 metrar
Hæðir : 101
Kjallarahæðir : 5
Lyftur : 61
Í Tapei 101 eru veitingahús, líkamsræktarstöð, skrifstofur, rannsóknarstofur, bókasafn og ráðstefnusalir.

Petronas Turnarnir
Kuala Lumpur
Byggt frá 1992 - 1998
Hæð : 452 metrar
Hæðir : 88
Kjallarahæðir : 5
Lyftur : 78
Í Petronas turninum eru aðallega skrifstofur.

Sears Turninn
Bandaríkin
Byggt frá 1972 - 1974
Hæð : 442 metrar
Hæðir : 108
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 104
Í Sears turninum eru skrifstofur.

Jin Mao Turninn
Kína
Byggt frá 1994 - 1998
Hæð : 420 metrar
Hæðir : 93
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 130
Herbergi : 555
Í Jin Mao turninum eru skrifstofur og hótel.

2 International Finance Centre
Kína
Byggt frá 1997 - 2003
Hæð : 415 metrar
Hæðir : 90
Kjallarahæðir : 6
Lyftur : 62
Í 2 International Finance Centre eru skrifstofur og bílastæði.

Citic Plaza
Kína
Byggt frá 1993 - 1997
Hæð : 391 metri
Hæðir : 80
Kjallarahæðir : 2
Lyftur : 35
Herbergi : 598
Í Citic Plaza eru skrifstofur

Shun Hing Square
Kína
Byggt frá 1993 - 1996
Hæð : 384 metrar
Hæðir : 69
Kjallarahæðir : 3
Í Shun Hing eru skrifstofur.

Empire State
Bandaríkin
Byggt frá 1930 - 1931
Hæð : 381 metrar
Hæðir : 102
Kjallarahæðir : 1
Lyftur : 73
Í Empire State eru skrifstofur.

Central Plaza
Kína
Byggt frá 1989 - 1992
Hæð : 374 metrar
Hæðir : 78
Kjallarahæðir : 3
Lyftur : 39
Í Central Plaza eru skrifstofur
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Burj-turninn í Dubai orðinn hæsta bygging í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2007 | 15:30
Það er auðvelt að vera leiðsögumaður á íslandi
Þú þarft í rauninni lítið að segja, landið sér um að selja sig sjálft, nóg er að horfa á landslagið líða hjá þegar verið er að ferðast um hið fölbreytta landslag á ferð sinni um landið.
Á einum degi er hægt að skoða ótrúlegan fjölda af náttúrufyrirbærum sem venjulega tæki mun meiri tíma að komast yfir í öðrum löndum.
Svo eru ekki endalaus tré að skyggja á allt og fá því víðátturnar að njóta sín mun betur hér en víða annars staðar og ekki má gleyma því að á einum degi er hægt að komast yfir jarðsöguleg fyrirbæri sem liggja á aldrinum frá 0 til 20 milljón ára.
![]() |
Jodie Foster hrifin af Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2007 | 15:07
Gjörðu svo vel - Hér er ein pylsa með öllu og kók

Bæjarins beztu - Ein með öllu og kók (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Staðurinn er svo lítill að hann sést ekki einu sinni á þessari mynd og það vinnur aðeins einn starfsmaður á þessum vinnustað :)

Loftmynd af Bæjarins beztu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna kemur ótrúlegur fjöldi fólks reglulega úr öllum stigum þjóðfélagsins til að fá sér í svanginn. Ef vel er skoðað, þá má sjá fræga mynd teiknaða af Sigmund þar sem Bill Clinton er að fá sér eina Clinton en það ku vera pylsa í brauði aðeins með sinnepi
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Pylsur og kók fyrir 30.554 tíkalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 10:43
Kollafjörður, þar er margt að sjá - myndir

Veggur sem reistur er utan um námur við rætur Esju þar sem á er ritað FLATUS LIFIR ENN! (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo virðist sem einhverjir hafi tekið sér bólfestu í yfirgefnu húsi við Kollafjörð

Hér má lesa áróður HEIL HITLER á yfirgefnu eyðihúsi við Kollafjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er gulur Porsche líklega á heimleið til Reykjavíkur ekki langt frá þar sem skriðan féll

Porsche á ferð við Kollafjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo ein kvöldmynd í lokin af Kollafirði þar sem sjá má tunglið lýsa upp fjörðinn

Kollafjörður að kveldi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Þjóðvegurinn í Kollafirði ruddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)