Kröfluvirkjun - myndir og kort

Við Kröflu er gífurleg orka falin í jörðu og sem dæmi um slíkt, þá má sjá þennan risastóra sprengigíg.

En sprengigígurinn Víti liggur í hlíðum Kröflu og myndaðist í sprengigosi í upphafi Mývatnselda 1724-1729

Víti í hlíðum Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984

Leirhnjúkur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir og sem dæmi, þá er þegar búið að gefa leyfi fyrir um 40 borholum á svæðinu við Hellisheiði. En hver hola er að gefa um 5 megavött og er stefnt að því að tífalda þessa orku með því að bora núna enn dýpra. Eða í stað um 2000 metra djúpar holur þá er stefnt að 4-5.000 metra djúpum holum.

Borholur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá virkjunina sjálfa við Kröflu

Kröfluvirkjun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti

Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fyrsta djúpborunarholan boruð við Kröflu á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir og kort af nýjum borsvæðum. Krýsuvík, Austurengjar, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngja, Sandfell

Það fór eins og ég spáði, Reykjanesið verður allt undirlagt undir virkjunarframkvæmdir næstu árin. Það er líklega pláss fyrir um 20 gufuaflsvirkjanir eftir endilöngu Reykjanesinu.

Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd af Eldvörpum og svæðinu í næsta nágreni

Eldvörp (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Köldunámum og svæðinu í næsta nágreni

Köldunámur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Trölladyngju og svæðinu í næsta nágreni

Trölladyngja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Sandfelli og svæðinu í næsta nágreni

Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. var á ferð um Hellisheiðarsvæðið í gær með ferðamenn og gat ekki annað en brosað þegar einn starfsmaður sem var þar við vinnu á svæðinu kom akandi og óskaði eftir því að við færum burtu af svæðinu því við gætum valdið óþarfa jarðraski!
mbl.is Boranir tilkynntar allar í einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband