Hefur hlaup í Grímsvötnum áhrif eftir endilöngu rekbeltinu?

Fróðlegt að sjá hvernig þróunin hefur verið í kringum Vatnajökul eða réttara sagt í kringum rekbeltið á þeim tíma sem hlaupið í Skeiðará hefur varað. Það er gaman að skoða 2 síðustu blogg færslur þar sem ég tók mynd af skjálftavirkninni í upphaf hlaups og svo þegar hlaupið var í rénum.

Það gæti verið fróðlegt rannsóknarefni hvort að hlaupið í Grímsvötnum getur haft svona stór hliðaráhrif að það skapi hreyfingar eftir endilöngu rekbeltinu.

Þetta er bara svona pæling eins og krakkarnir segja :)

Lesa má nánar samantekt um málið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385459/

og samanburðinn má sjá hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/386133/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEIKAR ÆSAST Í KRINGUM VATNAJÖKUL Í KJÖLFAR HLAUPS

Það er gaman að skoða breytingarnar sem hafa orðið 24 kl.st. seinna á Vatnajökulssvæðinu nú þegar hlaupið í Skeiðará er í rénum.

Ef borið er saman upplýsingar af vef Veðurstofunnar um jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá að það er mikill órói víða í jöklinum og í kringum hann.

Nú er bara spurning um hvort að þessi aftöppun á Grímsvötnum séu nægjanleg til að koma af stað eldgosi og samkvæmt þessum kortum virðist það geta orðið víða.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lesa má nánar samantekt um málið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385459/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skeiðarárhlaup í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER SAMBAND Á MILLI VELMEGUN OG LJÓSANOTKUN?

Ég hef verið að vinna í skemmtilegu verkefni tengt Suður-Kóreu síðustu daga og rakst þá á þetta skemmtilega kort hér:

Kortið segir meira en mörg orð og á meðan Suður-Kórea er flóðlýst að kvöldi til, þá er slökkt á öllu landinu í Norður-Kóreu!

Orkunotkun í Norður- og Suður-Kóreu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líkur eru á að yfirstéttin í Norður-Kóreu búi þar sem eina ljóstýran er :)

Samanborið við orkueyðslu Íslendinga, þá myndi landið okkar lýsa eins og 1000 watta ljósapera á svona mynd :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Olía ógnar náttúruverndarsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband