Úbs! Eru Íslensk stjórnvöld enn að gera í buxurnar!

Það er ekki ósjaldan sem Íslensk stjórnvöld þurfa að láta rassskella sig opinberlega af Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Því miður er það oft vegna brota á einföldum lýðræðislegum reglum sem eru fótum troðin hér á landi.

Það mætti halda að allur sá skari af hálærðum lögfræðispekingum sem ráfa um í villu á hinu háa Alþingi Íslendinga hafi ekki lært sína heimavinnu sem skildi!

Það er að sjálfsögðu slæmt til afspurnar þegar Íslensk stjórnvöld eru tekin í bólinu hvað eftir annað með allt niður á hæla. Á sama tíma ropa pólitískir fjölmiðlarnir út úr sér reglulega hvað allt sé mest og best á Íslandi og lýðurinn sýpur hveljur af hrifningu.

En það er skömm og hneisa fyrir Íslensk stjórnvöld að þurfa að láta hlutina ganga svona langt og glopra hverju málinu á fætur öðru í hendurnar á Mannréttindadómstólnum.


mbl.is Mannréttindadómstóll dæmir Íslendingi í vil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband