Tanngarðurinn - Þetta hús verður rifið! Myndir

Í áætlunum um byggingu á hátæknisjúkrahúsinu, þá kemur þessi nýlega bygging til með að vera rifin!

Húsið gengur undir nafninu Tanngarður, en þar hefur meðal annars farið fram kennsla í tannlækningum (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma stóð til að útbúa tengibyggingu úr gleri sem myndi liggja yfir veginn fyrir ofan svo hægt væri að ganga á "þurum fótum" yfir í spítalabyggingarnar fyrir ofan.

Við skulum bara rétt vona að Ráðherra sjái af sér og verndi þetta hús. Á meðan ég var í námi í Iðnskólanum, þá vann ég við naglhreinsun og fl. hjá þeim aðilum sem voru að reisa þessa tilkomumiklu byggingu.

Hér má svo sjá loftmynd af núverandi byggingum Landspítalans Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er að sjá að það sé nóg til af peningum í ríkiskassanum fyrst að menn sjá ekkert óeðlilegt við að rífa niður nýlegar sérhæfðar stórbyggingar!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband