ÞUNGFÆRT, SKAFRENNINGUR, HÁLKA, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ

Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir Norðaustur- og Austurland Möðrudalsöræfin (Mývatn - Egilsstaðir), Álhringurinn (Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður)

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðausturland, Möðrudalsöræfi og Álhringurinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Möðrudalsöræfin Mývatn - Egilsstaðir 149 km, Álhringurinn Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður 112 km

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðaustur- og Austurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðunum - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Suðvesturhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Verið að moka á heiðum á Norðaustur- og Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband