STYRKJUM LANDSBYGGÐINA - EFLUM SAMGÖNGUKERFIÐ - LÉTTLESTARKERFI FYRIR NORÐURLANDIÐ!

TENGJUM BYGGÐIRNAR SAMAN

... og eflum þar með samgöngur og ferðamennsku á Norðurlandinu.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Góð kjörsókn í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haukur Snorrason ljósmyndari - Til hamingju

Ég má til með að hrósa félaga mínum honum Hauki Snorrasyni ljósmyndara fyrir einstaklega flotta framsetningu á ljósmyndum hans á nýjum vef um Jónas Hallgrímsson.

Hönnun og framsetning á hinum nýja vef er unnið af auglýsingastofunni Hvítahúsið fyrir Mjólkursamsöluna vegna 200 ára afmælis Jónasar.

Þarna má sjá hvað hægt er að gera með flottri og einfaldri framsetningu. En hér er landslagsmyndum og ljóðum blandað saman í eina fallega heild

Það sem vekur athygli er að starfsmönnum Hvítahússins hefur tekist að koma fyrir tæpum þúsund litlum ljósmyndum fyrir í einni andlitsmynd af Jónasi sjálfum!.

Með því að renna bendlinum yfir andlitið, þá stækkar smámynd sem bendilinn er yfir í stærri mynd og ljóð fyrir viðkomandi mynd birtist

Nóg er að smella á myndina til að komast inn á hinn nýja vef.

Skjáskot af vef um Jónas Hallgrímsson þar sem notast er við ljósmyndir frá Hauki Snorrasyni ljósmyndara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi vefur fær hiklaust 5 stjörnur hjá mér.

Mér reiknast til að fjöldi smá-mynda sem andlit Jónasar er búið til úr sé eitthvað nálægt:

816 ljósmyndir á einni síðu!

Eða 17 smámyndir lárétt og eitthvað um 48 lóðrétt

48 x 17 = 816 ljósmyndir

Annars hef ég verið að aðstoða félaga minn Hauk aðeins í vefmálum. En til að byrja með fékk hann afnot af netfanginu www.photos.is en sjálfur er ég með www.photo.is og svo aðstoðaði ég hann við framsetningu og að koma myndasafninu hans inn í gagnagrunnskerfi sem geri alla leitun mun skilvirkari.

Vefurinn www.photos.is má skoða hér:

Skjáskot af vef Hauks Snorrasonar ljósmyndara (smellið á mynd til að fara inn á vefinn hans)


Á þessum vef má skoða yfir 20.000 ljósmyndir og auðvelt er að leita af myndum í vefnum hjá honum. Á vefnum má einnig finna mikið magn af gömlum myndum frá föður hans, Snorra Snorrasyni og fl.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Bloggfærslur 17. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband