27.10.2007 | 08:29
Skattgreiðendur hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvernig stjórnmálamenn setja lög sjálfum sér til handa
Skattgreiðendur hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvernig stjórnmálamenn setja lög sjálfum sér til handa. Fyrir utan feitar eftirlaunastöður þá er stór spurning hvenær verið svo tekið á því að stytta 109 daga sumarfrí þessa sama hóps.
Svo er ekki verra þegar hægt er að fara í notalegt "sumarfríi" greitt í topp á kostnað ríkisins. Svo á embættismannakerfið að passa upp á herlegheitin og er nema von að lítið sé gert í málinu!
![]() |
Tvöföld forsetalaun í 100 daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2007 | 07:56
Er þá öll "harða" fjölskyldan komin í embætti og þar með á ríkisjötuna?
Spilling er víða í okkar samfélagi og það er auðvita slæmt þegar hún er svona augljós eins og í þessu tilfelli. En samfélag okkar er lítið og það er talið að þeir sem fá vinnu hér á landi sé um 80% í gegnum svona tengsl. Það er auðvita slæmt því að það er til fullt af hæfu fólki með langa menntun að baki sem horft er fram hjá í tilfell eins og þessu.
Svo er annað að börn, vinir og ættingjar slíkra ráðamanna hafa verið ráðin út um allt í þessu kerfi okkar sama hversu hæft þetta fólk er í viðkomandi störf. Fyrir utan siðblinduna í upphafi, þá koma reglulega upp spillingarmál og þá getur það tekið mörg ár að grassera áður en nokkuð er að gert. Enda vel þekkt að það er passað vel upp á sína í slíku kerfi.
Annars merkilegt að þeir sem berjast hvað harðast fyrir sjálfstæði og einstaklingsframtaki skuli sitja hvað harðast á ríkisjötunni með alla sína vini, börn og ættingja og sjá ekkert athugavert við það að ríkiskassinn er blóðmjólkaður á ofurlaunum og af hverskyns gæluverkefnum þessu fólki til handar.
Merkilegt hvað ríkisbáknið og skattpíning vex mikið annars undir stjórn þessara sömu manna.
Þetta er því miður Ísland í dag.

Mynd sýnir Ingu Jónu Þórðardóttur að störfum.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. það vill svo til að ég á sjálfur slatta af börnum og það væri nú ekki amalegt að vera í svona fínni aðstöðu að geta úthlutað gælustöðum fyrir þau seinna meir út um allt í kerfinu!
Svo er annað að börn, vinir og ættingjar slíkra ráðamanna hafa verið ráðin út um allt í þessu kerfi okkar sama hversu hæft þetta fólk er í viðkomandi störf. Fyrir utan siðblinduna í upphafi, þá koma reglulega upp spillingarmál og þá getur það tekið mörg ár að grassera áður en nokkuð er að gert. Enda vel þekkt að það er passað vel upp á sína í slíku kerfi.
Annars merkilegt að þeir sem berjast hvað harðast fyrir sjálfstæði og einstaklingsframtaki skuli sitja hvað harðast á ríkisjötunni með alla sína vini, börn og ættingja og sjá ekkert athugavert við það að ríkiskassinn er blóðmjólkaður á ofurlaunum og af hverskyns gæluverkefnum þessu fólki til handar.
Merkilegt hvað ríkisbáknið og skattpíning vex mikið annars undir stjórn þessara sömu manna.
Þetta er því miður Ísland í dag.

Mynd sýnir Ingu Jónu Þórðardóttur að störfum.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. það vill svo til að ég á sjálfur slatta af börnum og það væri nú ekki amalegt að vera í svona fínni aðstöðu að geta úthlutað gælustöðum fyrir þau seinna meir út um allt í kerfinu!
![]() |
Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)