24.10.2007 | 12:24
Hver gerði Gerði grikk í sumar er frægt lag ... - Hveragerði er flottur bær - Myndir
Hér má sjá sundlaugina í Hveragerði. Nóg er til af vatninu og má segja að bærinn sé nánast byggður á einskonar eldavélahellu.

Sundlaugin í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Hveragerði eru mörg falleg útivistarsvæði og eitt af þeim fegurri er þessi dalur hér:

Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.
Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:
http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/
Golfklúbbur Hveragerðis rekur í Gufudal níu holu golfvöll þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Einnig má finna golfvöll við Hótel Örk.

Golfvöllur Hvergerðinga í Gufudal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áin Varmá rennur í gegnum bæinn og dregur hún nafn sitt að öllum þeim heitu lækjum sem í hana renna.

Varmá í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í Varmá er þekktur foss sem heitir Reykjafoss og er hann lýstur fallega upp á kvöldin.

Reykjafoss í Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við bakka Varmár neðan við fossinn má sjá leifar af gömlum húsgrunni. Þetta var eitt af fyrstu húsunum í bænum, en í því var ullarverksmiðja sem var reist árið 1902. Verksmiðjan nýtti fallorku fossins.
Í miðjum bænum er stórt og mikið hverasvæði og þar rétt hjá er bakarí sem selur brauð sem bakað er í hverum þarna á svæðinu.

Hverasvæði Hvergerðinga í miðjum bænum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er endurhæfingardeild og heilsuhæli í eigu Náttúrulækningafélags Íslands
Heilsuhælið hefur getið sér mjög gott orð og er það orðið þekkt fyrir góðan aðbúnað og einstaklega holt fæði sem kokkurinn Jónas ber ábyrgð á.

Heilsuhælið NLFÍ í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nokkur hótel eru á svæðinu og er þeirra stærst Hótel Örk

Hótel Örk í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá

Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eldhestar eru ekki langt undan og taka þeir á móti mörgum ferðamönnum. Þeir eru með skipulagðar hestaferðir m.a. í Reykjadal þar sem hestamenn geta baðað sig eftir erfiðan útreiðatúr.
Hótel Eldhestar í Hveragerði

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Byggingarfélagið SS eða Sveinbjörn Sveinbjörnsson byggði fyrir nokkrum árum litla verslunarmiðstöð. Þar má finna alla helstu þjónustu á sviði verslunnar.

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd í lokin af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal stuttu áður en Einar fellur frá.

Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Finna má fleiri tengingar á Hveragerði og næsta nágrenni hér:
http://www.photo.is/07/05/2/index_14.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS

Sundlaugin í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Hveragerði eru mörg falleg útivistarsvæði og eitt af þeim fegurri er þessi dalur hér:

Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.
Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:
http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/
Golfklúbbur Hveragerðis rekur í Gufudal níu holu golfvöll þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Einnig má finna golfvöll við Hótel Örk.

Golfvöllur Hvergerðinga í Gufudal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áin Varmá rennur í gegnum bæinn og dregur hún nafn sitt að öllum þeim heitu lækjum sem í hana renna.

Varmá í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í Varmá er þekktur foss sem heitir Reykjafoss og er hann lýstur fallega upp á kvöldin.

Reykjafoss í Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við bakka Varmár neðan við fossinn má sjá leifar af gömlum húsgrunni. Þetta var eitt af fyrstu húsunum í bænum, en í því var ullarverksmiðja sem var reist árið 1902. Verksmiðjan nýtti fallorku fossins.
Í miðjum bænum er stórt og mikið hverasvæði og þar rétt hjá er bakarí sem selur brauð sem bakað er í hverum þarna á svæðinu.

Hverasvæði Hvergerðinga í miðjum bænum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er endurhæfingardeild og heilsuhæli í eigu Náttúrulækningafélags Íslands
Heilsuhælið hefur getið sér mjög gott orð og er það orðið þekkt fyrir góðan aðbúnað og einstaklega holt fæði sem kokkurinn Jónas ber ábyrgð á.

Heilsuhælið NLFÍ í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nokkur hótel eru á svæðinu og er þeirra stærst Hótel Örk

Hótel Örk í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá

Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eldhestar eru ekki langt undan og taka þeir á móti mörgum ferðamönnum. Þeir eru með skipulagðar hestaferðir m.a. í Reykjadal þar sem hestamenn geta baðað sig eftir erfiðan útreiðatúr.
Hótel Eldhestar í Hveragerði

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Byggingarfélagið SS eða Sveinbjörn Sveinbjörnsson byggði fyrir nokkrum árum litla verslunarmiðstöð. Þar má finna alla helstu þjónustu á sviði verslunnar.

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd í lokin af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal stuttu áður en Einar fellur frá.

Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Finna má fleiri tengingar á Hveragerði og næsta nágrenni hér:
http://www.photo.is/07/05/2/index_14.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)