Það verður fróðlegt að sjá hvað er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.



Á þessari mynd má sjá Herðubreið, Herðubreiðartögl, Öskju ásamt Öskjuvatni, Kverkfjöll og ef farið er aðeins austar, þá má finna Bárðarbungu og Trölladyngju, allt eru þetta gríðarmiklar eldstöðvar. Enda er stærsta hraunflæmi í Evrópu þar að finna, sjálft Ódáðarhraun.

Herðubreið, Herðubreiðartögl, Askja, Kverkfjöll (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má sjá Trölladyngju sem er eldstöð sem myndast hefur á síðustu 10 þúsund árum. Þarna hefur hraun runnið yfir gríðarlega stórt svæði (Ódáðarhraun). En Páll jarðfræðingur sagði frá í fréttum í RÚV í kvöld að það gæti hugsanlega verið fyrirboði á löngu gosi í Upptyppingum eða Herðubreiðartöglum. Ef svo yrði, þá gæti myndast svona keila, en þó aðeins á mjög löngum tíma.

Trölladyngja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Magnað hvað veðurstofan stendur sig vel með þessum nýja vef sínum. Núna geta leikmenn fylgst með af miklum áhuga hvað er að gerast í jarðskjálftafræðum hér á Íslandi. Ég fór að fylgjast með þessum jarðhræringum í sumar og tók þá eftir því að það væri eitthvað mikið að gerast þarna á svæðinu þegar ég datt inn á vef Veðurstofunnar.

En flestir hryggir og fjöll sem hafa myndast þarna á svæðinu í kringum Upptyppinga hafa myndast við gos undir jökli og verða þá til þessir móbergshryggir eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Og frægasta dæmið þarna á svæðinu er líklega Herðubreið. Að neðan er fjallið móberg eða gosaska sem safnast hefur upp undir miklum þrýstingi og að ofan er þessi myndalegi hattur sem er úr hreinu gosbergi sem hefur náð að fljóta yfir svæðið þegar gosið hefur náð upp úr jöklinum. Því má segja að það er auðvelt að meta hversu þykkur jökulinn hefur verið á þeim tíma þegar þetta gos hefur átt sér stað. Fjöllin og hryggirnir í kringum Herðubreið eins og Herðubreiðartögl eru nánast eingöngu móberg. Það segir okkur að gosið hefur átt sér stað í vatni eða undir ís og líklega ekki náð upp úr jöklinum. Því má lauslega áætla að þessar gosmyndanir séu eldri en 10.000 ára. En þá lauk síðustu ísöld hér á landi. Móbergsfjöll eru sjaldgæf fyrirbæri í heiminum í dag og er eitt af mörgu sem íslensk jarðfræði getur verið stolt af.

Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl þar sem er líklegt svæði þar sem eldgos gæti hafist

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl lengra frá.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það skyldi þó ekki vera að það sé að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Mývatnskortinu eins og þessar myndir sýna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegt er að það sé kvika að þrýsta sér upp á yfirborðið á þessu svæði. En ekki er annað að sjá en að virknin síðustu kl.st. er orðin mjög mikil.

Ef það kæmi stórgos á þessu svæði, þá gæti myndast stór dyngja í anda Trölladyngju eða Skjaldbreiður á mjög löngum tíma. En líklegt yrði um að ræða gos í anda Kröflu eða Lakagíga eða einskonar sprungugos.

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga

Kort af svæði við Öskju, Herðubreið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.

Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálftar við Upptyppinga benda til kvikuhreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er fátt eitt fallegt eins og Vestfirðirnir í vetrabúning.

Þó svo að aðstæður geti verið hrikalegar á Vestfjörðunum yfir vetrartímann, þá er fátt eitt fallegt eins og þegar Vestfirðirnir eru í vetrabúningnum.

Hér er ein mynd sem að ég tók árið 1996 þegar ég var að vinna að gerð Íslandsbókarinnar.

Vestfirðir úr lofti. Á myndinni má sjá Ísafjarðardjúp, Súgandafjörð og Önundarfjörð og Gölt fyrir miðri mynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var Hörður Ingólfsson flugmaður á Ísafirði sem var styrktaraðili í umræddu flugi

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Snjóþekja á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar stefna hröðum skrefum í sömu átt og ERU AÐ VERÐA ALLT OF FEITIR.

Það er með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki enn gripið í taumana þar sem þetta samfélag gengur allt út á rusl- og skyndifæði. Því er ekki hægt að fá tilboð á mat öðruvísi en að það séu sykraðir drykkir með í tilboðinu. Og þá er verið að tala um gervisykur líka sem nýjustu rannsóknir segja að sé engu skárri. Sælgætisverksmiðjur notast við mörg tonn af sykri í viku hverri til að framleiða sínar vörur og einnig er farið að nota sykur í mat í miklu magni eins og mjólkurvörur.

Líklega er Íslenskt samfélag komið að þeim tímapunkti þar sem meðalaldur getur ekki orðið mikið hærri. Við getum átt von á því að sú kynslóð sem núna er að vaxa úr grasi nái ekki þeim tölum sem við höfum í dag.

En annars er sú regla sem að ég fer eftir þessa daganna að borða sem minnst af hvítu hveiti, mjólkurvörur, gosi og ENGIN SYKUR.

Sykur er náskyldur amfetamíni og gefur svipuð áhrif og því von að börn séu orðin erfið þegar þau fá að kaupa nammi í kílóavís í viku hverri. Lausnin sem foreldrar koma svo með er að setja þau á lyf gegn ofvirkni! Enda notkun þeirra með því mesta sem þekkist í heiminum hér á Íslandi!

Ég fæ að heyra það reglulega frá útlendingar sem eru á ferð með mér um landið að Íslendingar séu ALLT OF FEITIR!

Ein lausn á vandanum er að gera eins og Danirnir og það er að hjóla hluta af leiðinni í vinnuna. Setja upp léttlestarkerfi og vera með ódýr hjól þannig að fólk geti hjólað á næstu stoppistöð og skilið hjólið þar eftir :)


mbl.is Offita vandi þeirra sem hegða sér á eðlilegan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband